Thatcher hafði efasemdir um Mandela eftir þeirra fyrsta símtal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2018 13:15 Nelson Mandela og Margaret Thatcher hittust í júlí 1990. vísir/getty Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því. Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafði efasemdir um Nelson Mandela, frelsishetju Suður-Afríku, eftir þeirra fyrsta símtal árið 1990, nokkrum mánuðum eftir að Mandela losnaði úr fangelsi í heimalandi sínu. Í skjölum sem breska þjóðskjalasafnið hefur gert opinber kemur fram að Thatcher hafi lýst Mandela sem frekar þröngsýnum manni eftir þetta fyrsta símtal. Þá hafi hún einnig lýst vonbrigðum sínum með samtalið. Aðdragandanum að fundi þeirra Mandela og Thatcher, sem fram fór í júlí 1990, fimm mánuðum eftir að Mandela var látinn laus, er lýst í þessum skjölum forsætisráðherrans sem nú hafa verið gerð opinber. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar segir að Mandela, sem þá var 71 árs, hafi mikið viljað hitta Thatcher til þess að ræða refsiaðgerðir Bretlands gegn Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda milli hvítra og svartra íbúa landsins (apartheid). Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.vísir/gettyVildi hitta Thatcher strax í júní Í skjölunum er því lýst að Thatcher hafði boðið Mandela til fundar og hádegisverðar í byrjun júlí. Þann 16. júní fékk hins vegar ráðgjafi Thatcher í utanríkismálum, Charles Powell, símtal frá Mandela. Er símtalinu lýst á þann veg að Mandela hafi sótt það hart að hitta á Thatcher morguninn eftir áður en hann hélt frá London áleiðis til Kanada. Powell hélt að það myndi ekki ganga en bauðst til að koma sjálfur til fundar eða koma á símtali við Thatcher. „Hann var frekar harður á því að tala við þig beint,“ sagði Powell við Thatcher sem hringdi svo í Mandela morguninn eftir. Í símtalinu varaði Mandela við því að ef Bretland myndi slaka á refsiaðgerðum sínum gegn stjórnvöldum í Suður-Afríku þá myndi það hafa þveröfug áhrif hvað það varðaði að binda endi á aðskilnaðarstefnuna. Thatcher hvatti aftur á móti til þess að ANC, stjórnmálaflokkurinn sem Mandela var í, myndi láta af vopnaðri baráttu sinni. Sagði hún að Bretland hefði þjáðst vegna Írska lýðveldishersins, IRA. „Forsætisráðherrann sagði við mig eftir símtalið að hún hefði verið svolítið vonsvikin með Mandela sem virtist vera frekar þröngsýnn,“ stendur í minnisblaði Powell um símtalið. Þar sagði jafnframt að halda ætti símtalinu leyndu, það er að segja ekki fjölmiðlum frá því.
Afríka Bretland Kanada Suður-Afríka Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira