Kaupaukar kostuðu Kviku yfir hundrað milljónir í skatt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Fréttablaðið/GVA Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skattleggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskilaféð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóvember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hlutabréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáverandi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfsmenn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til einstakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bankann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arðgreiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsendur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álitinu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þannig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfsmenn félagsins, þ.e. helstu stjórnendur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00 Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16 Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. 19. desember 2018 08:00
Kvika selur bréf í Sýn fyrir rúmlega 100 milljónir Kvika banki seldi í morgun rúmlega 2,5 milljón hluti í Sýn. 5. desember 2018 11:16
Stjórn Kviku banka mat forstjórann hæfan þrátt fyrir milljarða gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu Forstjóri Kviku banka var metinn hæfur til að stjórna bankanum af stjórn hans og Fjármálaeftirlitinu þrátt fyrir gjaldþrot eignarhaldsfélags í hans eigu upp á tæpa sex milljarða. Fjármálaeftirlitið hefur metið tíu einstaklinga óhæfa til að gegna stjórnunarstöðum síðustu fimm ár. 18. desember 2018 19:00