Uppgjör María Bjarnadóttir skrifar 28. desember 2018 08:00 Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar