Einn fundinn en tveggja leitað sem rændu mann í hjólastól í Hátúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2018 15:58 Lögregla hefur haft hendur í hári eins þeirra þriggja sem brutust inn. vísir/vilhelm Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls. Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34