Aldrei fleiri tegundir en jólabjórsala dróst saman Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Íslendingar kneyfa Jólabruggið frá Tuborg sem aldrei fyrr og er Tuborginn langmest seldi jólabjórinn nú líkt og áður. Fréttablaðið/Anton Brink Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11
Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00