Aldrei fleiri tegundir en jólabjórsala dróst saman Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Íslendingar kneyfa Jólabruggið frá Tuborg sem aldrei fyrr og er Tuborginn langmest seldi jólabjórinn nú líkt og áður. Fréttablaðið/Anton Brink Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11
Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00