Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2018 19:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl. Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði. Þegar lögregla hefur afskipti af þessu fólki eftir að það brýtur á einhvern hátt af sér fer hún með það á bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans eða á almennu bráðamóttöluna utan opnunartíma geðdeildar, enda telur hún að það sé andlega veikt eða í geðrofi.Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónnJóhann Karl segir að mat geðlækna á spítalanum sé oftar en ekki á skjön við mat lögreglu. Það hafi færst í aukana að fólkið, sem oftast er einnig í neyslu, sé vistað í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún hafi engin önnur úrræði. Lögreglan upplifi ráðaleysi þar sem hún telur fólkið vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum. „Oft og tíðum þá enda þeir hérna í fangaklefa þar sem við treystum þeim ekki til að vera úti. Við vistum þá sem sagt í fangaklefa þar til af þeim rennur og yfirheyrum þá þá um brotið en æ oftar kemur það fyrir að menn eru búnir að vera hjá okkur í tuttugu tíma í fangaklefa en eru ekki einu sinni skýrslutækir,“ segir Jóhann Karl en þeir eru þá enn í einhvers konar geðrofi. Hann segir lögreglumenn vera orðna verulega þreytta á ástandinu. „Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þessu. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Þetta getur ekki átt að vera þannig að fólk sem við teljum að sé í geðrofi eða andlega veitt að það þurfi að gista fangageymslur. Það getur bara ekki átt að vera þannig.“ Þá segir Jóhann Karl að áfram ríki úrræðaleysi þegar fólkinu er svo sleppt úr haldi. „Það eru tveir þrír aðilar sem við höfum miklar áhyggjur af þarna úti. En það eru læknar sem taka þessa ákvörðun. Við getum ekki haldið fólki. Allar okkar aðgerðir verða að eiga sér stoð í lögum og við getum ekki haldið fólki nema lögin heimili það,“ segir Jóhann Karl.
Fangelsismál Lögreglumál Tengdar fréttir Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30 Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. 24. desember 2018 13:30
Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. 18. desember 2018 19:00