Erlent

Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins.
Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. Vísir/ap
Starfsemi margra ríkisstofnana í Bandaríkjum hefur legið niðri síðan 22. desember þegar ljóst var að öldungadeild Bandaríkjaþings náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins.

„Ég get ekki sagt til um það hvenær ríkisstofnanirnar opna á ný en það verður að minnsta kosti ekki fyrr en við erum komin með múr, girðingu eða hvað sem þau vilja kalla þetta.“

Þetta sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Spurður út í þá hundruð þúsunda ríkisstarfsfólks sem fær engin laun vegna lokunarinnar sagði Trump að téð ríkisstarfsfólk vildi múrinn og sýndi þar af leiðandi þessum aðgerðum skilning.

„Ég held að þeir skilji hvað er í gangi. Þeir vilja örugg landamæri. Fólk þessa lands vill örugg landamæri. Þeir einu sem vilja þau ekki eru Demókratar.“

Þangað til þingmennirnir komast að niðurstöðu þarf starfsfólk þeirra stofnana sem lokunin nær yfir annað hvort að starfa launalaust eða taka sér leyfi.


Tengdar fréttir

Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt

Donald Trump sagði í kosningabaráttu sinni að yrði hann forseti yrði hægt að segja Gleðileg jól með stolti. Nú er hann í embættinu en fyrirtæki hans óska enn gleðilegrar hátíðar.

Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum

Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.

Fjórðungi ríkisstofnana lokað

Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×