Dönsku meistarrnir í FC Midtjylland tilkynntu í gær á heimasíðu sinni að þeir hefðu skrifað undir samning við hinn sautján ára gamla Nikola Djuric.
Nikola kemur frá Breiðabliki en hann er sautján ára framsækinn leikmaður sem hentar vel inn í formúlu Midtjylland, segir stjórnandi akademíu félagisns Flemming Broe.
Nikola mun æfa með U19-ára liði félagsins og Flemming segir í viðtali við heimasíðu Midtjylland að Nikola sé duglegur markaskorarari með góða tækini.
Hann mun ekki bara spila fótbolta í Danmörku því í akademíu félagsins er mikil áhersla lögð á að yngri leikmenn liðsins gangi í skóla.
Nikola Dejan Djuric, eins og hann heitir fullu nafni, hefur verið í yngri landsliðum Íslands og hefur spilað fjóra leiki fyrir U17 ára landsliðið þó án þess að skora.
Midtjylland fær ungan framherja frá Blikum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
