Lífið

Hólmar Örn og Jóna Vestfjörð giftu sig í gær

Birgir Olgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn.
Landsliðsmaðurinn Hólmar Örn. Vísir/Vilhelm
Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hólmar Örn Eyjólfsson, gekk að eiga unnustu sína Jónu Vestfjörð Hannesdóttur við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Hólmar er 28 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu á Bretlandi, Þýskalandi, Noregi og Búlgaríu. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Jóna Vestfjörð er einn af eigendum verslunarinnar Seimei sem selur smávörur og húsgögn fyrir heimilið. 

 
 
 
View this post on Instagram
Brúðkaup Jónu og Hólmars #jólmar18 #brúðkaup #wedding

A post shared by Gudrun Solonsdottir (@gudrunsolons) on Dec 22, 2018 at 11:24pm PST

Eftir athöfnina var haldið í brúðkaupsveisluna þar sem var margt um manninn. Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Þórarinsson flutti lagið Perfect eftir Ed Sheeran í veislunni. Uppistandarinn Sóli Hólm skemmti gestum og þá tryllti tónlistarmaðurinn Friðrik Dór veislugesti með úrvali úr þéttu lagasafni hans.

Á meðal gesta í veislunni voru atvinnumennirnir Viðar Örn Kjartansson og Hólmbert Friðjónsson. Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður FH var einnig mættur þar en einn af veislustjórum kvöldsins var samfélagsmiðlastjarnan og fegurðardrottningin Fanney Ingvarsdóttir. Söngvarinn Arnór Dan var einnig á meðal gesta.

Gestir birtu myndir á Instagram undir myllumerkinu #jólmar18 á Instagram en þær má sjá hér fyrir neðan:

 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.