Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair var gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar ellegar missa vinnuna.
Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðu dómsins sem kveðinn var upp í hádeginu í dag. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði niðurstöðuna vera mikil vonbrigði í samtali við Fréttablaðið.
„Það er ótrúlegt að árið 2018 þurfum við enn þá að berjast fyrir rétti okkar til sveigjanlegs vinnutíma og að geta samrýmt fjölskyldu og einkalíf.“

Hann sagði þá einnig að þessi leið væri mun betri en að grípa til uppsagna. Það væri gleðilegt að geta boðið öllum starfsmönnum sem eiga í hlut 100% starf. Aðeins tveir af þeim 118 starfsmönnum fyrirtækisins sem þurftu að velja á milli kusu að hætta störfum.