Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 13:30 Fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá kaupunum. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli. WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
„Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli.
WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun