Að sækja í átök Hörður Ægisson skrifar 21. desember 2018 07:00 Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Hversu oft er hægt að lýsa yfir stríði? Hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar þarf tilefnið oft ekki að vera mikið. Þau ummæli fjármálaráðherra að áform um lækkun tekjuskatts yrðu endurskoðuð ef samið verður um óábyrgar launahækkanir jafngiltu, að mati formanns VR, stríðsyfirlýsingu. Þetta er orðið kunnuglegt stef. Ólíkt þeim sem nú ráða innan stéttarfélaganna – og skeyta lítt um hagfræðileg lögmál – þá ber stjórnvöldum skylda til að gæta að stöðugleika. Verði niðurstaða kjarasamninga í líkingu við þær launakröfur sem verkalýðsfélögin hafa sett fram munu afleiðingarnar birtast í frekari gengisveikingu og enn hærri verðbólgu. Við slíkar aðstæður er það ekki valkostur fyrir ríkisstjórnina og Seðlabankann að sitja aðgerðalaus hjá. Þetta vita flestir. Það kemur því ekki á óvart að samstaðan innan verkalýðshreyfingarinnar sé nú að bresta enda sjá orðið æ fleiri að þeir eiga ekki samleið með þeim sem tala hvað herskáast. Í huga þeirra virðast það vera átökin sem slík, byggt á óljósum hugmyndum um marxískt stéttastríð, sem eru markmiðið fremur en að ná kjarasamningum. Meginþorri almennings veit vel að þessi málstaður gengur í berhögg við hagsmuni launafólks. Hann hefur nú þegar orðið vitni að því á síðustu mánuðum þar sem gengi krónunnar hefur gefið verulega eftir og verðbólga aukist. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur réttilega bent á að „róttækni í orðum“ geti „hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu“. Forystufólk Eflingar og VR getur sagst vera ósammála því að málflutningur þess hafi átt þátt í veikingu krónunnar, án þess að færa fyrir því nein efnisleg rök, en það breytir engu um staðreyndir málsins – heldur opinberar aðeins innantómt lýðskrumið sem þau standa fyrir. Eftir fordæmalausa uppsveiflu eru nú að verða skörp skil og tímabil aðlögunar er hafið. Fyrirtækin halda að sér höndum og væntingar stjórnenda hafa sjaldnast mælst lægri. Í fyrsta sinn í nærri tíu ár gera stjórnendur nú ráð fyrir að þeir þurfi að fækka starfsfólki verulega á næstu árum. Þótt engin ástæða sé til að óttast djúpa niðursveiflu þá er staðan brothætt og vanhugsaðar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði, geta gert hana verri en efni standa til. Aðilar vinnumarkaðarins, bæði fulltrúar vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar, bera þess vegna ríka ábyrgð. Því miður rísa sumir þeirra ekki undir henni og fara fram með ósamrýmanlegar kröfur um tugprósenta launahækkanir á sama tíma og þess er krafist að vextir lækki og verðtrygging verði afnumin. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi. Verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir er að eyðileggja ekki árangur liðinna ára. Það er hins vegar ekki, eins og má skilja af fulltrúum helstu verkalýðsfélaganna, að ráðast í pólitískar kerfisbreytingar og umbylta íslensku samfélagi. Til þess voru þeir ekki kjörnir, né hafa til þess nokkurt umboð, ekki fremur en þegar sama fólk bauð sig fram til Alþingis – og með sömu hugmyndir að leiðarljósi – undir merkjum stjórnmálaaflsins Dögunar og hlaut þriggja prósenta fylgi. Staðreyndin er sú, sem forysta hinnar nýju verkalýðshreyfingar mætti stundum hafa hugfast, að eftirspurn eftir hugmyndum hennar er minni en hún heldur. Vonandi finnur hún frið í hjarta yfir jólin.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun