Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. desember 2018 12:00 Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook. Vísir/getty Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda. Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.Afhjúpun New York Times í gær um að Facebook hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda án samþykkis þeirra hefur enn á ný vakið umræðu vestanhafs um hvort bandarísk stjórnvöld þurfi ekki að koma böndum á starfsemi Facebook eða brjóta hreinlega fyrirtækið upp. Einfaldasta leiðin til að brjóta fyrirtækið upp væri að þvinga það til að selja frá sér Whatsapp og Instagram en yfirtakan á báðum miðlum gekk tiltölulega greiðlega í gegn á sínum tíma. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Facebook hafi leyft Bing leitarvél Microsoft að sjá nöfn allra vina notenda án samþykkis og veitti Netflix og Spotify heimild til að lesa einkaskilaboð notenda. Þá hvatti Facebook Apple til að fela fyrir notendum að snjallsímar þeirra væru að safna upplýsingum um þá. Samkvæmt skilmálum sáttar sem Facebook gerði við Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna árið 2011 þurfti Facebook að styrkja persónuvernd og upplýsa með skýrum hætti hvernig persónuupplýsingar notenda væru meðhöndlaðar. Nú virðist Facebook hafa þverbrotið skilmála þessa sáttar. Þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook. Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður repúblikana fyrir Missouri, sagði á Fox News að Bandaríkjaþing myndi þurfa að setja Facebook reglur og koma böndum á fyrirtækið. Ron Wyden, öldungadeildarþingmaður Demókrata yfir Oregon gagnrýndi Mark Zuckerberg fyrir að hafa ekki upplýst um þessa samninga við stórfyrirtækin við vitnaleiðslur síðasta vor. Wyden sagði að Zuckerberg hefði eytt miklu púðri í að sannfæra Bandaríkjamenn að þeir hefðu sjálfir yfirráð yfir persónuupplýsingum sínum en í annarri hverri viku kæmi fram nýtt hneyksli sem leiddi í ljós misnotkun Facebook á persónuupplýsingum notenda. Kallað var eftir því í leiðara New York Times í síðasta mánuði að Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings settu eftirlit með Facebook í algjöran forgang nú þegar þeir hefðu náð meirihluta í fulltrúadeildinni. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig best er að koma böndum á Facebook með hertum reglum. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon gerði sér mat úr þessu nýjasta hneyksli í gær og sagði að hinn sanni jólaandi væri ráðandi hjá Facebook. Fyrirtækið gæfi allar persónuupplýsingar notenda.
Facebook Persónuvernd Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09
Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. 20. desember 2018 07:45