Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 23:00 Missy Franklin með eitt af fimm Ólympíugullum sínum. Vísir/Getty Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018 Ólympíuleikar Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira