Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:45 Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09