Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 09:31 John Kelly, fráfarandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucc John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira