Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 09:31 John Kelly, fráfarandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucc John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. Þetta segir Kelly í umfangsmiklu viðtali við LA Times. Þar segir hann einnig að Trump virðist ekki skilja takmörk valda sinna né hvernig stjórnvöld Bandaríkjanna virka. Kelly segir Trump reglulega spyrja starfsmenn sína af hverju hann geti ekki gert það sem hann vilji gera, eins og hann vilji gera það.Þá gefur Kelly í skyn að Trump taki eigin ákvarðanir án þess að taka tillit til ráðlegginga sérfræðinga og starfsmanna sinna.Sjá einnig: Tillerson segir Trump hafa reynt að gera ólöglega hlutiSamband Kelly og Trump hefur lengi þótt erfitt en forsetinn réði hann til að reyna að stöðva innri deilur og ólgu innan Hvíta hússins. Kelly er fyrrverandi hershöfðingi og hefur unnið hörðum höndum að því að halda skipulagi á Hvíta húsinu. Hann hefur þó nokkrum sinnum þurft að þræta fyrir fréttir um að hann hafi talað illa um Trump og á minnst einu sinni að hafa kallað Trump fávita í návist annarra. Með orðum sínum í viðtalinu virðist Kelly staðfesta að starfsmenn Trump hafi reynt að hemja verstu hvatir hans, eins og haldið var fram í nafnlausri grein í New York Times á árinu. Sú grein var skrifuð af háttsettum starfsmanni Hvíta hússins.Sjá einnig: Embættismenn Trump telja hann siðlausan og reyna að hemja verstu hvatir hansHluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna hefur nú verið lokað í um tíu daga vegna deilna Trump og Demókrataflokksins um fjármögnun byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bygging múrsins er kosningaloforð Trump, sem lofaði því einnig að Mexíkó myndi borga fyrir verkið. Starfsmenn og bandamenn Trump hafa á síðustu dögum haldið því fram opinberlega að Trump vilji ekki byggja múr á landamærunum. „Múrinn“ sé eingöngu táknmynd fyrir aukið öryggi á landamærunum. Kelly segir þetta einnig í viðtalinu. Hann segir þörf á múr á hluta landamæranna, þrátt fyrir að flæði ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna virðist í sögulegu lágmarki. Trump sjálfur hefur þó ítrekað sagt sjálfur að hann hafi ávallt talað um að byggja múr á landamærunum og það ætli hann sér að gera. Nú síðast í gærkvöldi tísti hann um að múr hefði verið reistur í kringum heimili Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það væri einhvern veginn til sönnunar um að Bandaríkin þyrftu einnig múr.Kelly segir ljóst að yfirgnæfandi meirihluti ólöglegra innflytjenda væri ekki slæmt fólk. Þau væru frekar fórnarlömb og hann hefði samúð með þeim. Hann segir þó að að miklu leyti væri hægt að kenna þingmönnum Bandaríkjanna um fjölda ólöglegra innflytjenda. Lög Bandaríkjanna gerðu erfitt að senda þetta fólk aftur til sinna heima. „Ef við lögum ekki lögin, munu þau halda áfram að koma. Þau vita að ef þau komast hingað, geta þau verið hérna,“ segir Kelly. Hann segir þó einnig að hægt væri að laga ástandið til muna með því að draga úr eftirspurn Bandaríkjanna eftir fíkniefnum og með því að bæta efnahagsástandið í Mið-Ameríku. Þegar Kelly var spurður af hverju hann hefði starfað sem starfsmannastjóri Trump í átján mánuði, þrátt fyrir að það hve erfið vinnan væri, að hann væri ósammála forsetanum um svo margt og deilur innan Hvíta hússins, sagði hann einfaldlega bera skyldu til þess. „Hermenn, ganga ekki í burtu.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira