Íslenski boltinn

Viktor Karl kominn heim í Breiðablik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viktor Karl ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Breiðabliks
Viktor Karl ásamt Ágústi Gylfasyni, þjálfara Breiðabliks Blikar.is
Breiðablik hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar þar sem hinn 21 árs gamli Viktor Karl Einarsson er genginn til liðs við Kópavogsliðið frá hollenska úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar.

Viktor Karl gerir þriggja ára samning við Blika en hann er uppalinn hjá Breiðablik og leikur sem miðjumaður.

Hann gekk í raðir AZ Alkmaar frá Breiðablik þegar hann var 16 ára gamall en tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið AZ. Hann lék sem lánsmaður hjá sænska B-deildarliðinu IFK Varnamo á síðustu leiktíð.

Viktor Karl hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, alls 30 leiki og skorað í þeim fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×