Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 22:10 Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. vísir/vilhelm Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06
Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30