Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 17:33 Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, á fréttamannafundi í Varsjá í dag. Getty Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka. Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki Evrópusambandsins þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd taki höndum saman og fái sambandið til að breyta um stefnu. „Við leggjum grunninn að nýju valdajafnvægi og nýrri orku í Evrópu, og Pólland og Ítalía munu klárlega leiða þetta nýja evrópska vor,“ sagði Salvini í dag, en hann heimsækir nú pólsku höfuðborgina Varsjá. Ítalski innanríkisráðherrann mun þar hitta Jaroslaw Kaczynski sem stýrir pólska stjórnarflokknum Lög og réttlæti (PiS). Salvini segist vilja stefna að því að draga úr áhrifum Frakklands og Þýskalands innan sambandsins. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, kveðst sammála þeirri gagnrýni sem fram hafi komið frá Ítölum. Segir hann sambandið mismuna aðildarríkjum og bendir á að framkvæmdastjórn sambandsins hafi komið í veg fyrir að upphaflegt fjárlagafrumvarp Ítalíustjórnar hafi náð fram að ganga. Framkvæmdastjórnin sagði hallann of mikinn og brjóta í bága við reglur sambandsins um fjármál aðildarríkja. Skuldir Ítalíu eru þær næstmestu af öllum aðildarríkjum sambandsins. Framkvæmdastjórn sambandsins dró fyrr á árinu Pólland fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda að þvinga fjölda hæstaréttardómara á eftirlaun með því að lækka eftirlaunaaldur dómara. Var það sagt brot á reglum um sjálfstæði dómstóla. Pólsk stjórnvöld drógu á endanum ákvörðun sína til baka.
Evrópusambandið Ítalía Pólland Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira