Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 14:18 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. vonast til að friðlýsingin verði dregin til baka. Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes. Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes.
Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira