Vitlaust sjónarhorn plataði VAR dómarana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Maurizio Sarri var ekki sáttur. Getty/Chris Brunskill Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri. Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls. Tottenham maðurinn Harry Kane fiskaði víti og skoraði sjálfur úr því eina mark leiksins. Myndavéladómararnir skoðuðu atvikið og úrskurðuðu að Kane hafi ekki verið rangstæður þegar hann fékk stungusendinguna inn fyrir vörn Chelsea.Maurizio Sarri brought out Chelsea's game analysis last night to prove Harry Kane was offside. Has VAR got it horribly wrong? pic.twitter.com/iB1lF0lgPV — Talk Chelsea (@talkchelsea) January 9, 2019 Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi síðan Kane sem átti alltaf að fá víti ef hann var réttstæður. En það er á reiki hvort Kane hafi verið réttstæður þrátt fyrir þennan úrskurð VAR dómaranna. Sjónarhorn myndavélarinnar virðist nefnilega hafa plataði VAR dómarana í gær og Maurizio Sarri sannaði það með myndbroti úr myndavél Chelsea sem var mun betur staðsett.The camera angle Chelsea feel shows Harry Kane was actually offside in move that led to VAR-awarded penalty #CFChttps://t.co/2h6eqkG6Pppic.twitter.com/gmvLLr1QJW — Telegraph Football (@TeleFootball) January 9, 2019 Myndvél Chelsea var í beinni línu við Harry Kane og sýndi að hann hallaði sér inn fyrir vörnina áður en hann fékk boltann. Þessi líkamsstaða Kane sást aftur á móti ekki á myndunum frá hinni myndavélinni sem var ekki í beinni línu við Kane. Skysports fjallaði um málið og sýndi þessi tvö ólíku sjónarhorn sem má sjá hér fyrir neðan. Sjónarhornið úr myndavél VAR dómarannaSkjámynd/Sky SportsSjónarhornið úr myndavél ChelseaSkjámynd/Sky SportsMaurizio Sarri vildi þó ekki gera mikið úr málinu. „Ég sá myndbrot úr okkar myndavél fyrir nokkrum mínútum og þar sást að þetta var rangstaða. Okkar myndavél var í beinni línu við Kane og hann var rangstæður,“ sagði Maurizio Sarri. Chelsea á seinni leikinn á heimavelli sínum en það sem hefur betur kemst í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley. „Höfuðið hans gerir hann rangstæðan. Það er ekki mikilvægt. Það sem er mikilvægt er að aðstoðardómarinn elti ekki boltann og hafði með því mikil áhrif á okkar varnarmenn. Eins og staðan er núna þá kunna enskir dómarar ekki að nota þetta kerfi,“ sagði Maurizio Sarri.'I don't like VAR - nobody does'https://t.co/58o5qot23Qpic.twitter.com/e133oQDBMS — BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2019„VAR er í notkun á Ítalíu en það gekk skelfilega til að byrja með og það var mjög erfitt fyrir dómara að nota kerfið. Á þessari stundu eru dómararnir ekki tilbúnir að nota kerfið. Kane var greinilega rangstæður,“ sagði Sarri. „Þeir þurfa að skoða þetta betur. Það er líka mjög skrýtið að það sé ekki notað í ensku úrvalsdeildinni en er síðan notað í enska deildabikarnum,“ sagði Sarri.
Enski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti