Wikileaks: 140 hlutir sem maður segir ekki um Julian Assange Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 10:31 Ekki fylgir sögunni hvernig Wikileaks vill að fjölmiðlar kanni hjá frumheimildum hvort að Assange lykti illa. Vísir/EPA Forsvarsmenn uppljóstranavefsins Wikileaks sendi fjölmiðlamönnum víða um heim lista með 140 fullyrðingum sem þeir telja „rangar og ærumeiðandi“ að hafa um Julian Assange, stofnanda vefsins. Hóta þeir málsókn ef fjölmiðlar segja frá hlutum eins og að Assange lykti illa eða hann hirði illa um köttinn sinn. Í tölvupósti sem þeir sendu fjölmiðlum segja talsmenn Wikileaks að ósannar fullyrðingar um vefinn og Assange séu viðvarandi, þar á meðal viljandi uppspuni sem sé komið fyrir í annars „virðulegum“ miðlum. Pósturinn var sagður „Trúnaðarlögfræðisamskipti. Ekki til birtingar“, að því er segir í frétt Reuters. „Þar af leiðandi hafa blaðamenn og útgefendur skýrar skyldur til að kanna staðreyndir vandlega hjá frumheimildarmönnum og að ráðfæra sig við eftirfarandi lista til að tryggja að þeir dreifi ekki, og hafi ekki dreift, ærumeiðandi rangfærslum um Wikileaks eða Julian Assange,“ segir í póstinum. Á eftir fór listi um 140 fullyrðingar sem Wikileaks telur rangar eða ærumeiðandi, þar á meðal að Assange hafi verið náin rússneskum stjórnvöldum, Kreml eða Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Wikileaks birti á sínum tíma tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir hakkarar stálu í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016. Sérstaklega gagnrýnir Wikileaks breska blaðið The Guardian. Það hafði nýlega eftir heimildum að Assange hefði hitt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í sendiráðinu á meðan á kosningabaráttunni í Bandaríkjunum stóð. Wikileaks segir það rangt og ærumeiðandi að halda því fram. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hóf söfnun til að höfða mál gegn The Guardian eftir að fréttin birtist. Bannað að kalla hann hakkara eða illa þrifinn Á meðal annarra staðhæfinga sem Wikileaks vill ekki að fjölmiðlar hafi uppi um Assange er að hann afliti á sér hárið, hann sé ekki eini stofnandi Wikileaks, hann sé hakkari, hann hafi vanrækt dýr eða að hann þrífi sig ekki. Washington Post segir að svo virðist sem að Wikileaks hafi fjarlægt nokkra hluta af listanum í uppfærðri útgáfu, þar á meðal um að það sé ærumeiðandi að segja hann lykta illa. Assange hefur hafst við í sendiráði Ekvadors í London frá árinu 2012. Upphaf þess má rekja til þess að hann var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Í Bretlandi barðist Assange gegn handtökuskipun sem sænsk yfirvöld gáfu út. Hann sótti um hæli í Ekvador á meðan mál hans var enn til meðferðar í Bretlandi og braut þannig gegn lausn gegn tryggingu sem hann hafði fengið þar. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af því að ekvadorsk stjórnvöld vilji losna við Assange úr sendiráðinu. Fréttir hafa birst af því að þau hafi krafið hann um að þrífa eftir sig og hirða um köttinn sinn. Líklegt er talið að tölvupóstur Wikileaks til fjölmiðla nú sé að einhverju leyti viðbragð við þeim fréttum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forsvarsmenn uppljóstranavefsins Wikileaks sendi fjölmiðlamönnum víða um heim lista með 140 fullyrðingum sem þeir telja „rangar og ærumeiðandi“ að hafa um Julian Assange, stofnanda vefsins. Hóta þeir málsókn ef fjölmiðlar segja frá hlutum eins og að Assange lykti illa eða hann hirði illa um köttinn sinn. Í tölvupósti sem þeir sendu fjölmiðlum segja talsmenn Wikileaks að ósannar fullyrðingar um vefinn og Assange séu viðvarandi, þar á meðal viljandi uppspuni sem sé komið fyrir í annars „virðulegum“ miðlum. Pósturinn var sagður „Trúnaðarlögfræðisamskipti. Ekki til birtingar“, að því er segir í frétt Reuters. „Þar af leiðandi hafa blaðamenn og útgefendur skýrar skyldur til að kanna staðreyndir vandlega hjá frumheimildarmönnum og að ráðfæra sig við eftirfarandi lista til að tryggja að þeir dreifi ekki, og hafi ekki dreift, ærumeiðandi rangfærslum um Wikileaks eða Julian Assange,“ segir í póstinum. Á eftir fór listi um 140 fullyrðingar sem Wikileaks telur rangar eða ærumeiðandi, þar á meðal að Assange hafi verið náin rússneskum stjórnvöldum, Kreml eða Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Wikileaks birti á sínum tíma tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem rússneskir hakkarar stálu í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016. Sérstaklega gagnrýnir Wikileaks breska blaðið The Guardian. Það hafði nýlega eftir heimildum að Assange hefði hitt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, í sendiráðinu á meðan á kosningabaráttunni í Bandaríkjunum stóð. Wikileaks segir það rangt og ærumeiðandi að halda því fram. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hóf söfnun til að höfða mál gegn The Guardian eftir að fréttin birtist. Bannað að kalla hann hakkara eða illa þrifinn Á meðal annarra staðhæfinga sem Wikileaks vill ekki að fjölmiðlar hafi uppi um Assange er að hann afliti á sér hárið, hann sé ekki eini stofnandi Wikileaks, hann sé hakkari, hann hafi vanrækt dýr eða að hann þrífi sig ekki. Washington Post segir að svo virðist sem að Wikileaks hafi fjarlægt nokkra hluta af listanum í uppfærðri útgáfu, þar á meðal um að það sé ærumeiðandi að segja hann lykta illa. Assange hefur hafst við í sendiráði Ekvadors í London frá árinu 2012. Upphaf þess má rekja til þess að hann var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Í Bretlandi barðist Assange gegn handtökuskipun sem sænsk yfirvöld gáfu út. Hann sótti um hæli í Ekvador á meðan mál hans var enn til meðferðar í Bretlandi og braut þannig gegn lausn gegn tryggingu sem hann hafði fengið þar. Undanfarna mánuði hafa borist fréttir af því að ekvadorsk stjórnvöld vilji losna við Assange úr sendiráðinu. Fréttir hafa birst af því að þau hafi krafið hann um að þrífa eftir sig og hirða um köttinn sinn. Líklegt er talið að tölvupóstur Wikileaks til fjölmiðla nú sé að einhverju leyti viðbragð við þeim fréttum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23