Býður hlut sinn í Borgun til sölu á ný Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 9. janúar 2019 06:45 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja að nýju söluferli á eignarhlut bankans í Borgun og bjóða þannig til sölu 63,5 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners, sem er ráðgjafi Íslandsbanka við söluna, leggur um þessar mundir lokahönd á stutta fjárfestakynningu sem gert er ráð fyrir að verði send á fjárfesta og aðra markaðsaðila í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sem kunnugt er réð bankinn Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Söluferlinu var hins vegar sjálfhætt eftir að Fjármálaeftirlitið gerði í febrúar 2017 alvarlegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Eftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Heimildir Markaðarins herma að minnihlutaeigendur Borgunar muni jafnframt horfa til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun. Tvö stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins eru nú til sölu en eins og fram hefur komið réð Arion banki nýverið bandaríska fjárfestingarbankann Citi sem ráðgjafa við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans. Áformar bankinn að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli. Deilur innan hluthafahóps Borgunar hafa sett mark sitt á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins. Þannig var greint frá því í Markaðnum í mars í fyrra að stjórn Borgunar teldi það ámælisvert ef Íslandsbanki hefði komið því á framfæri við FME að félagið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista sem bankinn hafði útbúið. Sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka þar sem sagði að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hefði leitt í ljós að engin gögn sýndu fram á slík brot. Ekki var samstaða um það innan hópsins að Borgun hefði starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Þannig var það skoðun fulltrúa bankans að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi. Þá var í frétt ViðskiptaMoggans sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok árs 2017. Fullyrt var að Birna hefði þrýst á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hefði hún aðeins hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Hagnaður Borgunar nam 350 milljónum 2017 og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári. Til samanburðar var hagnaður af reglulegri starfsemi 1,6 milljarðar 2016 og heildarhagnaður 7,8 milljarðar. Þar af komu 6,2 milljarðar til vegna sölu félagsins á hlut í Visa Europe. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hótaði Arion lögbanni á arðgreiðslu Bankasýslan taldi að arðgreiðsla á bréfum Arion í Valitor færi gegn samningsbundnum rétti ríkisins samkvæmt hluthafasamkomulagi. 3. október 2018 06:00 Gætu fengið um 400 milljóna króna hlut Hluthafar Heimavalla GP eiga rétt á árangurstengdri greiðslu í formi hlutar í leigufélaginu. Gætu fengið tveggja prósenta hlut ef útboðsgengið verður um 1,7 krónur á hlut. Hafa áður fengið um 480 milljónir fyrir ráðgjafastörf 2015 - 2017. 25. apríl 2018 08:00 Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja að nýju söluferli á eignarhlut bankans í Borgun og bjóða þannig til sölu 63,5 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu. Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners, sem er ráðgjafi Íslandsbanka við söluna, leggur um þessar mundir lokahönd á stutta fjárfestakynningu sem gert er ráð fyrir að verði send á fjárfesta og aðra markaðsaðila í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sem kunnugt er réð bankinn Corestar Partners í september 2016 til ráðgjafar við að móta framtíðarstefnu um hlut sinn í Borgun. Söluferlinu var hins vegar sjálfhætt eftir að Fjármálaeftirlitið gerði í febrúar 2017 alvarlegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Eftirlitið krafðist þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að félagið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Heimildir Markaðarins herma að minnihlutaeigendur Borgunar muni jafnframt horfa til þess að selja hlut sinn í fyrirhuguðu söluferli. Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er samlagsfélag í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjárfestis, á 32,4 prósenta hlut í Borgun. Tvö stærstu greiðslukortafyrirtæki landsins eru nú til sölu en eins og fram hefur komið réð Arion banki nýverið bandaríska fjárfestingarbankann Citi sem ráðgjafa við sölu á Valitor, dótturfélagi bankans. Áformar bankinn að selja félagið, að hluta eða í heild, í opnu söluferli. Deilur innan hluthafahóps Borgunar hafa sett mark sitt á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins. Þannig var greint frá því í Markaðnum í mars í fyrra að stjórn Borgunar teldi það ámælisvert ef Íslandsbanki hefði komið því á framfæri við FME að félagið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista sem bankinn hafði útbúið. Sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka þar sem sagði að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hefði leitt í ljós að engin gögn sýndu fram á slík brot. Ekki var samstaða um það innan hópsins að Borgun hefði starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Þannig var það skoðun fulltrúa bankans að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi. Þá var í frétt ViðskiptaMoggans sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok árs 2017. Fullyrt var að Birna hefði þrýst á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hefði hún aðeins hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Hagnaður Borgunar nam 350 milljónum 2017 og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári. Til samanburðar var hagnaður af reglulegri starfsemi 1,6 milljarðar 2016 og heildarhagnaður 7,8 milljarðar. Þar af komu 6,2 milljarðar til vegna sölu félagsins á hlut í Visa Europe.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hótaði Arion lögbanni á arðgreiðslu Bankasýslan taldi að arðgreiðsla á bréfum Arion í Valitor færi gegn samningsbundnum rétti ríkisins samkvæmt hluthafasamkomulagi. 3. október 2018 06:00 Gætu fengið um 400 milljóna króna hlut Hluthafar Heimavalla GP eiga rétt á árangurstengdri greiðslu í formi hlutar í leigufélaginu. Gætu fengið tveggja prósenta hlut ef útboðsgengið verður um 1,7 krónur á hlut. Hafa áður fengið um 480 milljónir fyrir ráðgjafastörf 2015 - 2017. 25. apríl 2018 08:00 Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Hótaði Arion lögbanni á arðgreiðslu Bankasýslan taldi að arðgreiðsla á bréfum Arion í Valitor færi gegn samningsbundnum rétti ríkisins samkvæmt hluthafasamkomulagi. 3. október 2018 06:00
Gætu fengið um 400 milljóna króna hlut Hluthafar Heimavalla GP eiga rétt á árangurstengdri greiðslu í formi hlutar í leigufélaginu. Gætu fengið tveggja prósenta hlut ef útboðsgengið verður um 1,7 krónur á hlut. Hafa áður fengið um 480 milljónir fyrir ráðgjafastörf 2015 - 2017. 25. apríl 2018 08:00
Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00