Siggi's skyr selt fyrir minnst 40 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 9. janúar 2019 07:30 Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York árið 2006. Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast, var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir dala í byrjun síðasta árs. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. Fram kemur í uppgjöri svissneska mjólkurframleiðandans Emmi Group fyrir fyrri helming síðasta árs, sem birt var síðastliðið haust, að framleiðandinn hafi bókfært hjá sér hagnað upp á 80,9 milljónir dala við sölu á öllum 22 prósenta hlut sínum í skyrfyrirtækinu. Eftir skatta nam söluhagnaðurinn 58,9 milljónum dala. Ekki liggur fyrir hvert virði eignarhlutarins var í bókum Emmi Group fyrir söluna til Lactalis en ljóst er að sú fjárhæð var óveruleg. Mjólkurframleiðandinn kom fyrst inn í hluthafahóp The Icelandic Milk and Skyr Corporation árið 2012 með kaupum á 11 prósenta hlut en ári síðar fór hlutur framleiðandans í 24 prósent. Framleiðandinn sá jafnframt um framleiðslu á skyrinu, sem er selt undir vörumerkinu Siggi‘s, í verksmiðju sinni í uppsveitum New York ríkis í Bandaríkjunum. Emmi Group fór með 22 prósenta hlut í skyrfyrirtækinu fyrir söluna til Lactalis í janúar í fyrra og var þá eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum.Margfölduðu fjárfestinguna Ljóst er að þeir sem lögðu fyrirtæki Sigurðar til fé, líkt og Emmi, margfölduðu fjárfestingu sína, jafnvel þannig að þeir fengu hana meira en hundraðfalt til baka. Ingimundur Sveinsson arkitekt og fjölskylda voru á meðal stærstu hluthafa The Icelandic Milk and Skyr Corporation með um fimmtungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, og fengu þau því um það bil átta milljarða króna í sinn hlut við söluna. Félag í eigu fjölskyldunnar, Eldhrímnir, setti fjármuni í skyrfyrirtækið á árunum 2006, 2008 og 2013 og var hlutur félagsins metinn á kostnaðarverði, 51 milljón króna, í bókum þess í lok árs 2017. Að því gefnu að umrædd fjárhæð, 51 milljón króna, hafi verið eina hlutafjárframlag fjölskyldunnar til skyrfyrirtækisins nam innri ávöxtun fjárfestingar hennar hátt í 80 prósentum á ári á árunum 2006 til 2017, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Mætti þá með öðrum orðum segja að fjölskylda Ingimundar hafi 157-faldað fjárfestingu sína. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar Kjartans þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York árið 2006 og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Sveinn var á meðal stærstu hluthafa fyrirtækisins en eignarhlutur Sigurðar Kjartans nam, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, um 25 prósentum. Ingimundur, sem rekur arkitektastofu í Reykjavík, var einn nokkurra íslenskra fjárfesta sem keyptu lyfjaverksmiðjur á Spáni árið 2005 í gegnum félagið Invest Farma. Flestir hluthafanna seldu sumarið 2013 samtals 61 prósents hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags, sem var þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Ingimundur á jafnframt lítinn hlut í Hval sem og í fjárfestingafélaginu Alfa en síðarnefnda félagið, sem er að mestu í eigu Benedikts og Einars Sveinssona, bræðra Ingimundar, fer með um 65 prósenta hlut í Kynnisferðum og 95 prósenta hlut í Tékklandi bifreiðaskoðun. Tók við sér á árinu 2013 Eins og kunnugt er var tilkynnt um kaup Lactalis, stærsta mjólkurfyrirtækis heims með árlega veltu upp á jafnvirði 2.100 milljarða króna, á öllu hlutafé í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í janúarbyrjun í fyrra. Fjárfestingabankinn JP Morgan leiddi söluferlið. Vöxtur skyrfyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og eru vörur þess nú fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Fram kom í Fréttablaðinu undir lok árs 2017 að talið væri að velta fyrirtækisins ykist um liðlega 50 prósent á árinu 2018 og yrði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna. Frá árinu 2013 hefur skyrið verið sú jógúrttegund sem hefur vaxið hvað hraðast á Bandaríkjamarkaði og er talið að fyrirtækið sé með um það bil tveggja prósenta markaðshlutdeild í jógúrtsölu þar í landi. Sigurður Kjartan hefur lýst því í samtali við fjölmiðla hvernig hann hóf tilraunir með skyrgerð í eldhúsinu hjá sér í New York eftir gamalli uppskrift frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. Í kjölfarið kom hann framleiðslunni af stað á mjólkurbúi í uppsveitum New York og vörurnar enduðu í hillum stórverslana á borð við Whole Foods og Target. „Auðvitað efast maður stundum en fyrir mér var það í raun aldrei í boði að gefast upp,“ sagði Sigurður Kjartan í samtali við mbl.is á síðasta ári. Hluthafarnir hefðu sýnt honum þolinmæði og skilning á meðan hann byggði fyrirtækið upp og jafnframt hefði hann ávallt fengið góð viðbrögð við skyrinu. „Þannig að það var margt sem gerði það að verkum að maður hélt í vonina. Síðan hafa síðustu þrjú ár verið mjög góð. Þá fór að vera gangur í þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Siggi vill ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur hans í fyrirtækinu er um 25 prósent. 5. janúar 2018 22:14 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast, var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir dala í byrjun síðasta árs. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. Fram kemur í uppgjöri svissneska mjólkurframleiðandans Emmi Group fyrir fyrri helming síðasta árs, sem birt var síðastliðið haust, að framleiðandinn hafi bókfært hjá sér hagnað upp á 80,9 milljónir dala við sölu á öllum 22 prósenta hlut sínum í skyrfyrirtækinu. Eftir skatta nam söluhagnaðurinn 58,9 milljónum dala. Ekki liggur fyrir hvert virði eignarhlutarins var í bókum Emmi Group fyrir söluna til Lactalis en ljóst er að sú fjárhæð var óveruleg. Mjólkurframleiðandinn kom fyrst inn í hluthafahóp The Icelandic Milk and Skyr Corporation árið 2012 með kaupum á 11 prósenta hlut en ári síðar fór hlutur framleiðandans í 24 prósent. Framleiðandinn sá jafnframt um framleiðslu á skyrinu, sem er selt undir vörumerkinu Siggi‘s, í verksmiðju sinni í uppsveitum New York ríkis í Bandaríkjunum. Emmi Group fór með 22 prósenta hlut í skyrfyrirtækinu fyrir söluna til Lactalis í janúar í fyrra og var þá eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum.Margfölduðu fjárfestinguna Ljóst er að þeir sem lögðu fyrirtæki Sigurðar til fé, líkt og Emmi, margfölduðu fjárfestingu sína, jafnvel þannig að þeir fengu hana meira en hundraðfalt til baka. Ingimundur Sveinsson arkitekt og fjölskylda voru á meðal stærstu hluthafa The Icelandic Milk and Skyr Corporation með um fimmtungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, og fengu þau því um það bil átta milljarða króna í sinn hlut við söluna. Félag í eigu fjölskyldunnar, Eldhrímnir, setti fjármuni í skyrfyrirtækið á árunum 2006, 2008 og 2013 og var hlutur félagsins metinn á kostnaðarverði, 51 milljón króna, í bókum þess í lok árs 2017. Að því gefnu að umrædd fjárhæð, 51 milljón króna, hafi verið eina hlutafjárframlag fjölskyldunnar til skyrfyrirtækisins nam innri ávöxtun fjárfestingar hennar hátt í 80 prósentum á ári á árunum 2006 til 2017, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Mætti þá með öðrum orðum segja að fjölskylda Ingimundar hafi 157-faldað fjárfestingu sína. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar Kjartans þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York árið 2006 og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Sveinn var á meðal stærstu hluthafa fyrirtækisins en eignarhlutur Sigurðar Kjartans nam, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, um 25 prósentum. Ingimundur, sem rekur arkitektastofu í Reykjavík, var einn nokkurra íslenskra fjárfesta sem keyptu lyfjaverksmiðjur á Spáni árið 2005 í gegnum félagið Invest Farma. Flestir hluthafanna seldu sumarið 2013 samtals 61 prósents hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags, sem var þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Ingimundur á jafnframt lítinn hlut í Hval sem og í fjárfestingafélaginu Alfa en síðarnefnda félagið, sem er að mestu í eigu Benedikts og Einars Sveinssona, bræðra Ingimundar, fer með um 65 prósenta hlut í Kynnisferðum og 95 prósenta hlut í Tékklandi bifreiðaskoðun. Tók við sér á árinu 2013 Eins og kunnugt er var tilkynnt um kaup Lactalis, stærsta mjólkurfyrirtækis heims með árlega veltu upp á jafnvirði 2.100 milljarða króna, á öllu hlutafé í The Icelandic Milk and Skyr Corporation í janúarbyrjun í fyrra. Fjárfestingabankinn JP Morgan leiddi söluferlið. Vöxtur skyrfyrirtækisins hefur verið hraður á undanförnum árum og eru vörur þess nú fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Fram kom í Fréttablaðinu undir lok árs 2017 að talið væri að velta fyrirtækisins ykist um liðlega 50 prósent á árinu 2018 og yrði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði tæplega 24 milljarða króna. Frá árinu 2013 hefur skyrið verið sú jógúrttegund sem hefur vaxið hvað hraðast á Bandaríkjamarkaði og er talið að fyrirtækið sé með um það bil tveggja prósenta markaðshlutdeild í jógúrtsölu þar í landi. Sigurður Kjartan hefur lýst því í samtali við fjölmiðla hvernig hann hóf tilraunir með skyrgerð í eldhúsinu hjá sér í New York eftir gamalli uppskrift frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. Í kjölfarið kom hann framleiðslunni af stað á mjólkurbúi í uppsveitum New York og vörurnar enduðu í hillum stórverslana á borð við Whole Foods og Target. „Auðvitað efast maður stundum en fyrir mér var það í raun aldrei í boði að gefast upp,“ sagði Sigurður Kjartan í samtali við mbl.is á síðasta ári. Hluthafarnir hefðu sýnt honum þolinmæði og skilning á meðan hann byggði fyrirtækið upp og jafnframt hefði hann ávallt fengið góð viðbrögð við skyrinu. „Þannig að það var margt sem gerði það að verkum að maður hélt í vonina. Síðan hafa síðustu þrjú ár verið mjög góð. Þá fór að vera gangur í þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Tengdar fréttir Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45 Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24 Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Siggi vill ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur hans í fyrirtækinu er um 25 prósent. 5. janúar 2018 22:14 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Eigendur The Icelandic Milk and Skyr Corporation eru í viðræðum við bandaríska fjárfesta um sölu á öllu fyrirtækinu. Virði þess talið vera tæplega 300 milljónir Bandaríkjadala. Eignarhlutur Sigurðar Kjartans Hilmarssonar, stofnanda fyrirtækisins, er um 25 prósent. 20. desember 2017 07:45
Mjólkurrisi kaupir Siggi's skyr Franska mjólkurfyrirtækið Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation, 5. janúar 2018 07:24
Tilraunir í eldhúsinu urðu að 30 milljarða viðskiptasamningi: Lykillinn að „djöflast svolítið í þessu“ Franski mjólkurrisinn Lactalis hefur ákveðið að kaupa The Icelandic Milk and Skyr Corporation. Siggi vill ekkert gefa upp um kaupverðið en eignarhlutur hans í fyrirtækinu er um 25 prósent. 5. janúar 2018 22:14