Leggja Oculis til 1,9 milljarða króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis hefur þróað augndropa sem koma í stað augnástungu við meðferð sjúkdóma í augunum. Ljósmynd/Oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma og á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans, hefur samið við fjárfesta um fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka eða sem jafngildir tæplega 1,9 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston en auk félagsins lögðu félagið Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Félögin Tekla Capital Management og Nan Fung Life Sciences koma ný inn í hluthafahóp Oculis og tekur Henry Skinner, framkvæmdastjóri hjá fyrrnefnda félaginu, sæti í stjórn fyrirtækisins í stað Stefáns Jökuls Sveinssonar. Fram kom í Markaðinum í janúar í fyrra að Oculis hefði samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis hefur þannig aflað sér samanlagt liðlega fjögurra milljarða króna í nýtt hlutafé á um það bil einu ári. Samhliða hlutafjáraukningunni í byrjun síðasta árs var ákveðið að Oculis opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Starfsemi félagsins byggir á einkaleyfavarinni tækni sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma og á rætur að rekja til Háskóla Íslands og Landspítalans, hefur samið við fjárfesta um fjármögnun upp á 15,5 milljónir svissneskra franka eða sem jafngildir tæplega 1,9 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélaginu Tekla Capital Management í Boston en auk félagsins lögðu félagið Nan Fung Life Sciences, sem er hluti af kínversku samstæðunni Nan Fung Group, og fyrri hluthafar Oculis lyfjaþróunarfyrirtækinu til fé. Félögin Tekla Capital Management og Nan Fung Life Sciences koma ný inn í hluthafahóp Oculis og tekur Henry Skinner, framkvæmdastjóri hjá fyrrnefnda félaginu, sæti í stjórn fyrirtækisins í stað Stefáns Jökuls Sveinssonar. Fram kom í Markaðinum í janúar í fyrra að Oculis hefði samið við leiðandi alþjóðlega vaxtarsjóði, Bay City Capital, Novartis Venture Fund og Pivotal bio Venture Partners, ásamt Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi um jafnvirði 2,1 milljarðs króna hlutafjáraukningu. Oculis hefur þannig aflað sér samanlagt liðlega fjögurra milljarða króna í nýtt hlutafé á um það bil einu ári. Samhliða hlutafjáraukningunni í byrjun síðasta árs var ákveðið að Oculis opnaði nýjar höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss. Oculis var stofnað árið 2003 af dr. Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins. Starfsemi félagsins byggir á einkaleyfavarinni tækni sem gerir mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira