Erdogan neitaði að hitta Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 12:10 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði að hitta John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, í dag. Það gerði hann vegna þess að Bolton krafðist þess í síðustu viku að Tyrkir myndu tryggja öryggi sýrlenskra Kúrda (YPG) eftir að hermenn Bandaríkjanna fara frá Sýrlandi. Bolton sagði í síðustu viku að bandarískir hermenn færu ekki frá Sýrlandi fyrr en Tyrkir hefðu samþykkt að tryggja öryggi YPG. Erdogan sagði þá kröfu hafa verið „alvarleg mistök“ og að Tyrkir myndu aldrei verða við henni.Sjá einnig: Draga í land með brotthvarfið frá SýrlandiTyrkir hafa lengi hótað því að gera árás á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi og íbúar óttast einnig upprisu ISIS. Varnarmálaráðherra Tyrklands sagði nýverið að YGP-liðar yrðu grafnir í eigin varnarskurðum.Þjóðaröryggisráðgjafinn ræddi við embættismenn í Tyrklandi í dag en Erdogan sjálfur neitaði að hitta hann. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og arm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háð hafa áratugalanga og blóðuga sjálfstæðisbaráttu í Tyrklandi. Verkamannaflokkurinn er víða skilgreindur sem hryðjuverkasamtök og þar á meðal af Bandaríkjunum. Bandaríkin og YPG hafa þó starfað saman gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Erdogan tilkynnti einnig í dag að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum í Sýrlandi væri búinn. Ekkert virðist því vera öðrum stærsta her Atlantshafsbandalagsins til fyrirstöðu lengur, nema vera bandarískra og franskra hermanna á svæðinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti þann 19. janúar að Bandaríkin myndu fara frá Sýrlandi og sagði að búið væri að sigra Íslamska ríkið, sem er ekki rétt. Þessa ákvörðun tók Trump í kjölfar samtals við Erdogan og þvert á vilja ráðgjafa sinna og hershöfðingja. Ákvörðunin mætti mótspyrnu víða innan stjórnkerfis Bandaríkjanna -og þar á meðal hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Jim Mattis, varnarmálaráðherra Trump, sagði af sér vegna ákvarðanarinnar og gagnrýndi Trump í afsagnarbréfi sínu. Síðan þá hefur Trump og starfsmenn hans verið margsaga um áætlanir Bandaríkjanna í Sýrlandi og hvenær verður af brottflutningi hermannanna. Erdogan segir að bandarískir embættismenn séu að reyna að grafa undan samkomulagi sem hann gerði við Trump. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki hitt Bolton sagði Erdogan að hann myndi tala við Trump í síma á næstu dögum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Tyrkland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira