Körfubolti

Framlengingin: Stærsti sigurinn, skínandi Stjörnumenn og stífir Stólar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson.
Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson. Mynd/St2
Framlengingin var að sjálfsögðu á sínum stað í Körfuboltakvöldi í gær þegar Kjartan Atli Kjartansson fékk sérfræðinga sína til að fara yfir heitustu málin í körfunni.

Að þessu sinni töluðu Hermann Hauksson, Jón Halldór Eðvaldsson og Teitur Örlygsson um fimm atriði. Hver var stærsti sigurinn í umferðinni?, hvað þýðir þetta fyrir Val að vinna Hauka en missa sinn besta mann?, mun Stjarnan skína með nýjan Bandaríkjamann?, eru Stólarnir stífir? og hvaða lið eru í besta takti?

Jón Halldór Eðvaldsson var á því að sigur Þórs á Tindastól væri stærsti sigur umferðinnar en var Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson sammála því?

„Nei, það var algjörlega sigur Njarðvíkur á Keflavík. Við sjáum hvað hann skiptir miklu máli ef við horfum bara á stigatölfuna,“

sagði Teitur Örlygsson.

„Nú eru Njarðvík og Tindastóll líklega búin að tryggja sér efstu tvö sætin,“ bætti Teitur við.

„Það eru þrír ansi stórir sigrar þarna en ég held að leikurinn í kvöld hafi verið stærsti sigurinn því Njarðvíkingar eru núna einir efstir í töflunni. Það er bara stórt,“ sagði Hermann Hauksson.

„Njarðvíkingar skilja Keflvíkinga algjörlega fyrir aftan sig og þeir munu ekki ná þeim úr þessu,“ sagði Kjartan Atli.

„Það er bara aðalatriðið,“ svaraði Teitur.

Þeir tóku síðan fyrir hin fjögur atriðin og má sjá alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Framlenging Körfuboltakvölds 7. janúar 2019



Fleiri fréttir

Sjá meira


×