Smygl á fólki birtist með skýrari hætti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2019 19:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“ Lögreglumál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að smygl á fólki sé farið að birtast með skýrari hætti hér á landi en gert hefur síðustu ár. Nokkur mál, er snúa að fólki sem kom til landsins á keyptum fölsuðum skilríkjum, hafi verið til rannsóknar á nýliðnu ári. Smygl á fólki er skipulagður innflutningur á ólöglegum útlendingum inn í landið eða með viðkomu í landinu á leið til annarra landa með því að sniðganga lög landsins, þar með talið lög um útlendinga. Smyglið snýr einkum að því að aðstoða fólkið til betra lífs og er með þeirra vitund og samþykki. Smyglið er brot á landslögum og er í raun framið gegn ríkinu en ekki þolandanum, öfugt við mansal. „Ég get staðfest það að við höfum verið að rannsaka nokkur tilvik þar sem við teljum að um ræði smygl á fólki.“ Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum lands innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Skilríkin kaupir fólkið af skipulögðum glæpahópum. „Sem hafa séð að þetta er þáttur sem er fjárhagslegur ávinningur af, farið í það ferli að falsa skilríki og þetta er gert og svo selt einstaklingum sem hafa áhuga á því að fara á einhvern stað sem þau annars kæmust ekki.“ Með skilríkjunum öðlast fólkið rétt til að starfa hér á landi. Síðustu ára hefur þetta verið stórt vandamál í Evrópu. „Það má segja að þessi þáttur, fölsun á skilríkjum, sé eitt helsta vandamál sem Evrópulöndin standa frammi fyrir. Núna hefur þessi birtingarmynd komið með mjög skýrum hætti til Íslands.“ Oft er þessu ruglað saman við mansalið. Í þessu tilvikum er það flutningurinn þá er það einstaklingur, brotahópur, sem útvegar þér þessi skilríki vegna þess að þú ert að reyna koma þér á einhvern ákveðin stað. Karl Steinar segir ómögulegt að segja til um hver stór hópur fólks sé hér á fölsuðum skilríkjum. Upp komist um málin með ýmsu móti. Einstaklingarnir hafi verið stöðvaðir við landamæraeftirlit á leið til landsins og í hinum ýmsu aðgerðum lögreglu á vinnustöðum þegar grunur vaknar um að þar villi menn á sér heimildir. „Og ýmsum öðrum málum. Jafnvel í innbrotum höfum við verið að finna skilríki sem reynast fölsuð.“
Lögreglumál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira