Edda: Hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 14:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hinir eru Aníta Hinriksdóttir, Anton Sveinn McKee, Ásgeir Sigurgeirsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hilmar Örn Jónsson, Valgarð Reinhardsson og Þuríður Erla Helgadóttir. Guðlaug Edda getur orðið fyrsta íslenska þríþrautarkonan sem tekur þátt í Ólympíuleikunum en það kostar mikla vinnu að komast í hóp þeirr bestu í heimi í sinni grein. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferðalagi sínu með skemmtilegum og persónulegum pistlum inn á fésbókinni eða Instagram og að þessu sinni er hún að fara yfir markmið sín á árinu 2019. Fyrsta markmiðið hennar var að víkka eigin sjálfsmynd, frekar en að horfa á sig sem eingöngu “þríþrautarkonan Guðlaug”. Árið 2018 var krefjandi og glímdi hún þá við ofþjálfun, andleg og líkamleg vandamál, og heilaskaða. Nú ætlar hún að læra á þessu og breyta mörgu á nýju ári. „Annað markmiðið mitt af fimm árið 2019 er að einblína á andlega heilsu. Stærsti bitinn af því fyrir mig er að leyfa mér að hvíla meira og auka endurheimt á milli æfinga,“ segir Edda í upphafi pistilsins. Hún lenti í áfalli á síðasta ári þegar hún féll í keppni og fékk heilahristing. Það hafði veruleg áhrif á hana á síðasta tímabili en var henni einnig dýrmætur lærdómur. „Ég var ekki að taka hvíldardaga næstum því nógu oft í fyrra, ekki vegna þess að mér finnst ekki gott að hvíla, heldur vegna þess að mér leið eins og ég þyrfti að vinna upp öll þau ár sem ég var í sundi en ekki þríþraut á yngri árum. Allir mínir keppinautar hafa verið að æfa þríþraut frá barns- eða unglingsárum en ég byrjaði ekki fyrr en fyrir rúmlega tveimur árum. Það var því óöryggi með sjálfa mig og eigin getu sem leiddi mig á villigötur þegar ég hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn,“ sagði Edda. „Ég sannfærði sjálfa mig um að ég þyrfti að æfa meira og vera alltaf "on" í þríþrautinni, jafnvel þegar ég glímdi við eftirköst heilahristings sem endaði með slæmum afleiðingum eins og ég hef sagt ykkur frá. Menning margra úthaldsíþrótta, þar á meðal þríþraut, er að taka enga eða fáa hvíldardaga. Þessu þarf að breyta, enda ómögulegt fyrir líkamann að verða betri nema hann fái reglulega hvíld á milli,“ sagði Edda. Edda ætlar að leggja mikla áherslu á andlega þáttinn og segir frá því að hún hafi kynnt sér þau mál betur. „Það hefur verið mjög frelsandi að leyfa sjálfri mér að hvíla miklu meira og grafa ofaní ýmsar rannsóknir um hvers vegna hvíld og endurheimt er lykilatriði í íþróttum. Þessi reynsla hefur neitt mig til þess að fræðast meira og ég er þakklát fyrir að koma upplýstari úr þeim mistökum sem ég/við gerðum á síðasta ári. Það er líka mjög gott að líða ekki alltaf eins og ég sé algjörlega uppgefin af þreytu og álagi,“ sagði Edda. Það er líka áberandi hjá henni að hún er tilbúin að taka að sér að bera út fagnaðarerindið og hjálpa þríþrautinni á Íslandi að ná í verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Markmiðið mitt er að einblína á það sem er jákvætt. Þess á meðal er að fylgjast með þríþraut á Íslandi, íslensku íþróttalífi, vinum, fjölskyldu og ykkur öllum sem fylgjast með mér. Ég reyni að setja mér mörk og forðast það sem lætur mér ekki líða vel. Ég get ekki annað en mælt með því,“ sagði Edda en það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir ætlar að einblína á andlega heilsu á nýju ári og þar spilar hvíldin mikilvægan sess. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem eru á styrk frá Ólympíusamhjálpinni vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Hinir eru Aníta Hinriksdóttir, Anton Sveinn McKee, Ásgeir Sigurgeirsson, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Hilmar Örn Jónsson, Valgarð Reinhardsson og Þuríður Erla Helgadóttir. Guðlaug Edda getur orðið fyrsta íslenska þríþrautarkonan sem tekur þátt í Ólympíuleikunum en það kostar mikla vinnu að komast í hóp þeirr bestu í heimi í sinni grein. Edda leyfir áhugasömum að fylgjast með ferðalagi sínu með skemmtilegum og persónulegum pistlum inn á fésbókinni eða Instagram og að þessu sinni er hún að fara yfir markmið sín á árinu 2019. Fyrsta markmiðið hennar var að víkka eigin sjálfsmynd, frekar en að horfa á sig sem eingöngu “þríþrautarkonan Guðlaug”. Árið 2018 var krefjandi og glímdi hún þá við ofþjálfun, andleg og líkamleg vandamál, og heilaskaða. Nú ætlar hún að læra á þessu og breyta mörgu á nýju ári. „Annað markmiðið mitt af fimm árið 2019 er að einblína á andlega heilsu. Stærsti bitinn af því fyrir mig er að leyfa mér að hvíla meira og auka endurheimt á milli æfinga,“ segir Edda í upphafi pistilsins. Hún lenti í áfalli á síðasta ári þegar hún féll í keppni og fékk heilahristing. Það hafði veruleg áhrif á hana á síðasta tímabili en var henni einnig dýrmætur lærdómur. „Ég var ekki að taka hvíldardaga næstum því nógu oft í fyrra, ekki vegna þess að mér finnst ekki gott að hvíla, heldur vegna þess að mér leið eins og ég þyrfti að vinna upp öll þau ár sem ég var í sundi en ekki þríþraut á yngri árum. Allir mínir keppinautar hafa verið að æfa þríþraut frá barns- eða unglingsárum en ég byrjaði ekki fyrr en fyrir rúmlega tveimur árum. Það var því óöryggi með sjálfa mig og eigin getu sem leiddi mig á villigötur þegar ég hefði átt að vera hugrökk og hlusta meira á líkamann minn,“ sagði Edda. „Ég sannfærði sjálfa mig um að ég þyrfti að æfa meira og vera alltaf "on" í þríþrautinni, jafnvel þegar ég glímdi við eftirköst heilahristings sem endaði með slæmum afleiðingum eins og ég hef sagt ykkur frá. Menning margra úthaldsíþrótta, þar á meðal þríþraut, er að taka enga eða fáa hvíldardaga. Þessu þarf að breyta, enda ómögulegt fyrir líkamann að verða betri nema hann fái reglulega hvíld á milli,“ sagði Edda. Edda ætlar að leggja mikla áherslu á andlega þáttinn og segir frá því að hún hafi kynnt sér þau mál betur. „Það hefur verið mjög frelsandi að leyfa sjálfri mér að hvíla miklu meira og grafa ofaní ýmsar rannsóknir um hvers vegna hvíld og endurheimt er lykilatriði í íþróttum. Þessi reynsla hefur neitt mig til þess að fræðast meira og ég er þakklát fyrir að koma upplýstari úr þeim mistökum sem ég/við gerðum á síðasta ári. Það er líka mjög gott að líða ekki alltaf eins og ég sé algjörlega uppgefin af þreytu og álagi,“ sagði Edda. Það er líka áberandi hjá henni að hún er tilbúin að taka að sér að bera út fagnaðarerindið og hjálpa þríþrautinni á Íslandi að ná í verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. „Markmiðið mitt er að einblína á það sem er jákvætt. Þess á meðal er að fylgjast með þríþraut á Íslandi, íslensku íþróttalífi, vinum, fjölskyldu og ykkur öllum sem fylgjast með mér. Ég reyni að setja mér mörk og forðast það sem lætur mér ekki líða vel. Ég get ekki annað en mælt með því,“ sagði Edda en það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira