"Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 22:58 Ágúst ræðir við sína menn. vísir/bára „Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45
Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05