"Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 22:58 Ágúst ræðir við sína menn. vísir/bára „Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
„Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45
Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn