Frumhvötin virkjast í bogfimi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 20:00 Það er eitthvað í frumhvöt mannsins sem virkjast þegar bogfimi er stunduð segir bogfimiþjálfari. Gestir Glerártorgs á Akureyri gátu prófað að skjóta í mark á sérstökum bogfimidögum. Saga bogfiminnar nær árþúsundir aftur í tímann en ekki þarf að leita langt aftur til þess að finna tíma þar sem boginn var lykilvopn í hernaði. Nú á dögum er bogfimin örlítið friðsælli, og helst stunduð undir vökulum augum þjálfara. Einn slíkur er Alfreð Birgisson hjá íþróttafélaginu Akri en þar blómstrar bogfimin og eru ungmenni þar dugleg að stunda alþjóðleg bogfimimót. Hann segir frumhvöt mannsins grípa inn í þegar boginn er mundaður. „Það er eitthvað í frumþörfum okkar að hitta í mark. Það er eitthvað sem heillar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er tiltölulega einfalt sport. Menn geta gert þetta til þess að hafa gaman af en menn geta líka skellt sér á bólakaf,“ segir Alfreð. Íslenskum bogfimiiðkendum til halds og trausts er kanadíski bogfimiþjálfarinn Kelea Quinn. Eftir að hafa komið hingað til lands til þess að keppa á Reykjarvíkurleikunum árið 2016 voru bogfimimenn fljótir að tryggja sér krafta hennar. „Á meðan ég var þar komst ég að því að það væri lítil sem engin andleg þjálfun á Íslandi í bogfimi. Það er það sem ég hef verið að gera undanfarin tíu ár þannig að ég bauðst til þess að koma aftur, og aftur. Þá var mér sagt að fara ekki.“En hvað er það sem heillar Quinn við bogfimina? „Stjórn, völd og hvað maður er svalur þegar maður stundar þetta.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Það er eitthvað í frumhvöt mannsins sem virkjast þegar bogfimi er stunduð segir bogfimiþjálfari. Gestir Glerártorgs á Akureyri gátu prófað að skjóta í mark á sérstökum bogfimidögum. Saga bogfiminnar nær árþúsundir aftur í tímann en ekki þarf að leita langt aftur til þess að finna tíma þar sem boginn var lykilvopn í hernaði. Nú á dögum er bogfimin örlítið friðsælli, og helst stunduð undir vökulum augum þjálfara. Einn slíkur er Alfreð Birgisson hjá íþróttafélaginu Akri en þar blómstrar bogfimin og eru ungmenni þar dugleg að stunda alþjóðleg bogfimimót. Hann segir frumhvöt mannsins grípa inn í þegar boginn er mundaður. „Það er eitthvað í frumþörfum okkar að hitta í mark. Það er eitthvað sem heillar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er tiltölulega einfalt sport. Menn geta gert þetta til þess að hafa gaman af en menn geta líka skellt sér á bólakaf,“ segir Alfreð. Íslenskum bogfimiiðkendum til halds og trausts er kanadíski bogfimiþjálfarinn Kelea Quinn. Eftir að hafa komið hingað til lands til þess að keppa á Reykjarvíkurleikunum árið 2016 voru bogfimimenn fljótir að tryggja sér krafta hennar. „Á meðan ég var þar komst ég að því að það væri lítil sem engin andleg þjálfun á Íslandi í bogfimi. Það er það sem ég hef verið að gera undanfarin tíu ár þannig að ég bauðst til þess að koma aftur, og aftur. Þá var mér sagt að fara ekki.“En hvað er það sem heillar Quinn við bogfimina? „Stjórn, völd og hvað maður er svalur þegar maður stundar þetta.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira