Neikvæðni-skekkjan og geðheilbrigði Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 16:49 Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Veltum aðeins fyrir okkur hvaðan þessi hrifning okkar á skuggalegri hliðum lífsins kemur. Hvers vegna toga til dæmis neikvæðar fréttir frekar í athygli okkar en jákvæðar fréttir? Af hverju eru glæpasögur svona vinsælar? Og hvernig stendur á því að eftir venjulegan dag flögrar oft eina neikvæða reynsla dagsins um í huganum þegar lagst er á koddann að kvöldi? Erum við mannfólkið svona illa haldin af kvalaþorsta á hæsta stigi? Nei, það er frekar að við erum með heila sem elskar hættur. Þetta eru slæmar fréttir (og ætti auðveldlega að ná athygli þinni). Heilinn er ekki víraður fyrir langvarandi hamingju. Í gegnum þróunarsöguna hefur það haft alvarlegri afleiðingar fyrir afkomu að taka ekki eftir hættumerkjum (og verða jafnvel hádegisverður rándýrs) heldur en að missa af ilminum af ný-útsprungdum rósum. Þannig hefur þróast það sem kallað er neikvæðni-skekkja (e. negativity bias) en það er þegar neikvæðar upplýsingar fá skjótari og umfangsmeiri úrvinnslu í huganum heldur en jákvæðar upplýsingar. Eða eins og sálfræðingurinn Rick Hanson orðar það: Neikvæðir hlutir eru eins og franskur rennilás á hugann en jákvæðir hlutir eins og Teflon. Frábært! Þetta eru heldur engar smá fréttir. Hugurinn hefur innbyggða tilhneigingu til að beina athygli okkar á það neikvæða. Tvennt leiðir af þessu: Í fyrsta lagi förum við að horfa öðruvísi á geðheilbrigði. Til að mynda verða þunglyndi, kvíði og streita skiljanlegri þegar við höldum til haga að hugurinn hefur náttúrulega tilhneigingu til að stilla sig inn á ógn og neikvæðar upplifanir. Í öðru lagi þá förum við eðlilega að spyrja okkur: Hvað getum við gert til að vinna gegn þessum verksmiðjustillingum hugans? Menntun á ekki bara að snúast um að læra þekkingu. Hún á einnig að snúast um að læra á sjálfan sig. Hversu mikið læra börn í dag um hugann? Hljóta þau einhverja þjálfun í að meðhöndla tilfinningar eða athygli? Þjálfun og fræðsla um hugann og tilfinningar voru ekki hluti af námskránni á minni skólagöngu. Og þar hefur hundurinn legið grafinn lengi. Við höldum að þetta komi af sjálfu sér. Neikvæðni-skekkjan er hins vegar bara eitt dæmi um forstillta eiginleika hugans sem geta sent okkur niður óheilbrigðar brautir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er engum blöðum um það að fletta að geðheilbrigði er almennt á niðurleið í heiminum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi núna til að mynda megin orsök heilsubrests og örorku um allan heim. Tölur frá Landlæknisembættinu gefa til kynna að geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi fari hrakandi. Algengasta orsök örorku á Íslandi eru nú geðraskanir. Leyfum þessum staðreyndum að sökkva aðeins inn. Geðheilbrigði kemur alls ekki af sjálfu sér. Það er ljóst á þessu að fjöldi fólks upplifir vanlíðan án þess að hafa lært bjargráð sem gætu hjálpað þeim yfir versta hjallann. Slík bjargráð eru eitt af viðfangsefnum jákvæðrar sálfræði. Þar snýst hugmyndafræðin m.a. um að þjálfa fólk upp í að verða betri í að meðhöndla mótlæti og vanlíðan, einskonar heilsufræði hugans. Fyrirbrigði eins og neikvæðni-skekkjan undirstrika mikilvægi þess að búa yfir tólum til að takast á við neikvæðari öfl hugans. Oft var þörf, nú er nauðsyn. Undir yfirborðinu eru þó farnir að krauma jákvæðir hlutir. Tilraunaverkefni standa nú yfir með það að markmiði að innleiða aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í menntakerfið, það sem kallað er jákvæð menntun. Landlæknisembættið hélt á síðasta ári vel sótta ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi. Það eru skref í rétta átt. Eðli hugans hefur of lengi staðið utan hefðbundinnar menntunar. Neikvæðni-skekkjan er bara eitt dæmi um hvernig hugurinn getur leitt okkur í hamlandi gildrur og undirstrikar nauðsyn þess að veita fræðslu og þjálfun í að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Það er vissulega að fæðast glæta í myrkrinu. Og þó að heilinn beini mér annað, þá þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar