Ráðgjafanefnd um blóðgjöf skilar afstöðu sinni eftir um tvær vikur Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 10:32 Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24