Ráðgjafanefnd um blóðgjöf skilar afstöðu sinni eftir um tvær vikur Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 10:32 Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðbankaþjónustu mun heilbrigðisráðherra afstöðu sinni til þess hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna í kjölfar fundar síns sem fyrirhugaður er 17. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins. Málið hafi verið til umfjöllunar hjá fagráðinu að ósk ráðherra. Bjóðgjöf samkynhneigðra karlmanna hefur talsvert verið til umræðu á ný í kjölfar Áramótaskaupsins þar sem grín var gert að reglum sem meina samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Birtust þar landsþekktir samkynhneigðir söngvarar inn á skurðstofu þar sem skorti blóð í miðri aðgerð. „Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka til ráðuneytis um hvaðeina er lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustunnar. Heilbrigðisráðherra skipaði nefndina 15. október síðastliðinn. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Fljótlega eftir skipun ráðgjafanefndarinnar fór ráðherra þess á leit að hún myndi taka til umfjöllunar hvort slaka beri á gildandi reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna líkt og ýmsar þjóðir hafa gert, meðal annars grannþjóðir á Norðurlöndunum. Einnig óskaði ráðherra eftir áliti nefndarinnar á því hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að tryggja öryggi blóðþega verði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna afnumið,“ segir í fréttinni.Álíka hlutfall Hérlendis hefur karlmönnum sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Hefur fyrirkomulagið verið á þann veg þar sem samkynhneigðir karlar eru sagðir vera í svokölluðum áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir, þar sem meiri líkur eru taldar á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV.Samkvæmt tölum frá Landlækni segir að tilkynnt sé um álíka mörg tilvik um HIV-veiru í samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. Á síðasta ári reyndust alls 150 samkynhneigðir smitaðir en 148 gagnkynhneigðir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. 2. janúar 2019 19:24