Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 19:07 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi og framboð á eiturlyfjum á íslenskum markaði mjög gott. Þá hafi verð á efnunum almennt farið lækkandi eða staðið í stað síðustu ár. Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir stöðu fíknisjúkdóma, einkum hjá sjúklingum undir 40 ára. Hún sagði að dauðsföllum tengdum ofneyslu í þessum yngsta aldurshópi hafi fjölgað mjög síðustu ár en á fjórða tug létust árið 2018, í samanburði við 25 árin 2016 og 2017.Sjá einnig: 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á VogiVerð lækkar frekar en hækkar Hún sagði að starfsfólk á Vogi fyndi fyrir mikilli þörf fyrir þjónustuna. Stærsta vandamálið væri áfengisneysla auk örvandi og lyfsseðilsskyldra lyfja. Í því samhengi nefndi Valgerður morfínskyld lyf á borð við parkódín og kódein og sterk lyf eins og kontalgín og fentanýl. Þá sagði Valgerður að afar auðvelt væri fyrir sjúklinga að nálgast lyf á íslenskum markaði, bæði þegar horft er til aðgengis og verðlags. „Það sem er kannski líka athyglisvert, af því að við höfum í gegnum tíðina tekið prufu einu sinni í mánuði og spurt fólk hvað það borgi fyrir hin ýmsu vímuefni sem það kaupir, og það er lægra verð almennt séð á flestum vímuefnum sýnist manni. Það er allavega ekki að hækka neitt og frekar að lækka,“ sagði Valgerður. „Þannig að aðgengið virðist mjög gott að vímuefnum, hvort sem það eru kannabisefni, lyf eða ólögleg vímuefni. Það sem gengur kaupum og sölum, það virðist vera nóg framboð af því. Og það er stór keðja þar sjálfsagt sem er ekki auðvelt að eiga við, því þetta er margþætt.“Hlusta má á viðtalið við Valgerði í Reykjavík síðdegis í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24 99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06 Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Birta myndband tileinkað þeim sem hafa látið lífið vegna misnotkunar á lyfjum eða öðrum fíkniefnum Alls eru nöfn 34 einstaklinga talin upp í myndbandinu sem er ansi átakanlegt áhorfs. 4. nóvember 2018 23:24
99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. 23. október 2018 19:06
Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Ný rannsókn sýnir að nýgengi á skorpulifur eykst um 10 prósent á ári hér á landi. Erum að ná Norðurlöndunum. Fimmtungur þeirra sem ofnota áfengi fá skorpulifur. 8. nóvember 2018 07:00