Nýársspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs Sigga Kling skrifar 4. janúar 2019 09:00 Elsku Tvíburinn minn, það fer nú oft í taugarnar á þér svona óveður og svartnætti eins og er oft á landinu okkar góða, en það er eins og þú sért búinn að koma þér upp tækni til að útiloka veðrið og myrkrið og eins er mjög mikilvægt þú útilokir svartsýni því hún veldur bara kvíða. Kvíði tengist framtíðinni, einhverju sem er ekki komið og þunglyndi fortíðinni, einhverju sem er nú þegar liðið, svo hvorugt gagnast þér í dag. Þú hefur það í hendi þér að geta verið alveg skítsama um veður og vinda elsku hjartans vinur minn, og kveikja ljósið í núinu. Ég þarf á rosalega miklum ljósum að halda, sérstaklega yfir vetrartímann og heimili mitt hefur líklega fleiri ljós en flóðlýst Ingólfstorg í desember mánuði og það skiptir þig líka öllu máli þú hafir nóg af ljósum í kringum þig. Janúar gefur þér upphaf og þar með einhver endalok líka og þetta ár tengir þig alheiminum, öðrum löndum, mögnuðu fólki og talan níu skreytir sérstaklega þetta ár, sem færir þér visku og þolinmæði, eitthvað sem við Tvíburarnir höfum kannski ekki of mikið af. Þetta er tímabil sem þú skilur allt svo miklu betur og ef þú hefur ekki ástina þá mun hún svo örugglega dansa með þér á sumarmánuðunum. Það skiptir líka svo miklu máli að leyfa sér að hlakka til, ef alltaf væri 35 stiga hiti og skínandi sól væri tilveran litlaus og einsleit, en þinn karakter er eins og veðurfarið á Íslandi, alltaf að koma manni á óvart og enginn dagur er eins. Ef þú ert að streitast á móti einhverju sem þér finnst hundleiðinlegt og þú heldur þú eigir að gera því aðrir segja þér það, þá mun haustið gefa þér power til að henda af þér hindrunum sem eiga ekki að skreyta þinn veg. Þú magnar svo sjálfan þig upp á þessu ári og finnur þig breytast úr lirfu yfir í svo ótrúlega fallegt og litríkt fiðrildi. Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs, hvort sem þú veitir þér hana sjálfur eða aðrir og ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu alls ekki sætta þig við það næstbesta því það er alls ekki nógu gott, því þú ert svo huguð og hrífandi persóna, átt þér ótal aðdáendur sem svo sannarlega dáðst að þér, svo veldu það besta.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, það fer nú oft í taugarnar á þér svona óveður og svartnætti eins og er oft á landinu okkar góða, en það er eins og þú sért búinn að koma þér upp tækni til að útiloka veðrið og myrkrið og eins er mjög mikilvægt þú útilokir svartsýni því hún veldur bara kvíða. Kvíði tengist framtíðinni, einhverju sem er ekki komið og þunglyndi fortíðinni, einhverju sem er nú þegar liðið, svo hvorugt gagnast þér í dag. Þú hefur það í hendi þér að geta verið alveg skítsama um veður og vinda elsku hjartans vinur minn, og kveikja ljósið í núinu. Ég þarf á rosalega miklum ljósum að halda, sérstaklega yfir vetrartímann og heimili mitt hefur líklega fleiri ljós en flóðlýst Ingólfstorg í desember mánuði og það skiptir þig líka öllu máli þú hafir nóg af ljósum í kringum þig. Janúar gefur þér upphaf og þar með einhver endalok líka og þetta ár tengir þig alheiminum, öðrum löndum, mögnuðu fólki og talan níu skreytir sérstaklega þetta ár, sem færir þér visku og þolinmæði, eitthvað sem við Tvíburarnir höfum kannski ekki of mikið af. Þetta er tímabil sem þú skilur allt svo miklu betur og ef þú hefur ekki ástina þá mun hún svo örugglega dansa með þér á sumarmánuðunum. Það skiptir líka svo miklu máli að leyfa sér að hlakka til, ef alltaf væri 35 stiga hiti og skínandi sól væri tilveran litlaus og einsleit, en þinn karakter er eins og veðurfarið á Íslandi, alltaf að koma manni á óvart og enginn dagur er eins. Ef þú ert að streitast á móti einhverju sem þér finnst hundleiðinlegt og þú heldur þú eigir að gera því aðrir segja þér það, þá mun haustið gefa þér power til að henda af þér hindrunum sem eiga ekki að skreyta þinn veg. Þú magnar svo sjálfan þig upp á þessu ári og finnur þig breytast úr lirfu yfir í svo ótrúlega fallegt og litríkt fiðrildi. Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs, hvort sem þú veitir þér hana sjálfur eða aðrir og ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu alls ekki sætta þig við það næstbesta því það er alls ekki nógu gott, því þú ert svo huguð og hrífandi persóna, átt þér ótal aðdáendur sem svo sannarlega dáðst að þér, svo veldu það besta.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira