Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. mars 2025 14:31 Karen segir sögu sonar síns í Íslandi í dag. Karen Ingólfsdóttir er sannfærð um að hefði hún fengið réttar upplýsingar, hefði sonur hennar fengið rétta meðhöndlun og hefði starfsfólk Landspítalans staðið rétt að málum, væri sonur hennar Friðrik Ragnar enn á lífi. Karen ræddi málið við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. Í þættinum lýsir Karen röð atvika þar sem upplýsingar til þeirra hafi verið af skornum skammti og lýsir hún jafnframt fálæti starfsmanna spítalans vegna veikinda sonar hennar. Sonur hennar Friðrik lést tveggja ára gamall eftir langvinna baráttu við GBS tilfelli af streptókokkum. Ekki gefin sýklalyf „Hann fæddist heilbrigður. Ef ég hefði fengið sýklalyfjagjöf við fæðingu og hann hefði svo fengið sýklalyfjagjöf eftir fæðingu þá hefði þetta líklegast ekki farið svona,“ segir Karen meðal annars í Íslandi í dag. Hún lýsir því meðal annars að degi eftir að Friðrik fæðist er þeim tjáð að hann myndi líklegast deyja. Hann væri sýktur af alvarlegu tilfelli af streptókokkum, svokölluðu GBS tilfelli og með heilahimnubólgu og blæðingu í heila. Karen segist ósátt við lítið upplýsingaflæði en fjórum dögum síðar segir hún að læknir hafi spurt hana hvort hún hefði vitað að hún væri GBS beri. Sem hún hafi alls ekki vitað. Við hafi tekið tveggja ára barátta. Lýsir Karen því í Íslandi í dag að svörin frá Barnaspítalanum þegar þangað hafi verið leitað hafi fátt verið um svör, Friðrik ýmist sagður vera með vírus eða eitthvað annað. Hann hafi svo farið í Nissen aðgerð eftir þrýsting foreldranna og hafi strax liðið betur. Stuttu síðar hafi hann þó aftur fengið hita og lagður inn á spítala að kröfu foreldra. „Okkur er í rauninni bara sagt að það eina í stöðunni sé lífslokameðferð. Sem enginn er undirbúinn fyrir. En við hugsuðum að við þyrftum að setja sjálfselskuna okkar til hliðar, af því hann var í rauninni bara orðinn þannig veikur að hann var bara þarna. Við samþykkjum þessa lífslokameðferð, bara köllum okkar nánasta fólk til.“ Vill réttlæti fyrir son sinn Karen lýsir því í Íslandi í dag að fjölskyldan hafi upplifað gríðarlega sorg eftir fráfall Friðriks. Söknuð en líka reiði, reiði út kerfið og þá vondu þjónustu sem sonur hennar fékk að hennar mati og telur Karen alveg ljóst að kerfið verndi sjálft sig. Hún segir það sína sannfæringu og nokkurra sérfræðinga sem hún hefur rætt við að kerfið sé að hylma yfir mistök. „Já, ég get sagt það. Af því að við tilkynnum þarna til Landlæknis að þetta hafi farið svona. Fáum okkur lögfræðing sem bara setur málið af stað. 28. desember 2021 fæ ég símtal frá lögfræðingnum um að Landspítalinn hafi kært mig fyrir skjalafals.“ Hvernig þá? „Ég er búinn að fara tvisvar í skýrslutöku til lögreglu. Þeir segja að ég hafi falsað mæðraskýrslur. Sem ég veit ekki hvernig ég átti að hafa gert.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi spítalinn að misræmi væri í sjúkraskrám sem Karen skilaði inn til Landlæknis vegna málsins og þess sem kemur fram í sjúkraskrám spítalans. Málið er á borði lögreglu. Karen segir í Íslandi í dag að þetta muni fylgja henni alla ævi. Þetta sé sár í hjartanu sem muni aldrei gróa þó hægt sé að lifa með því. Hún segist fyrir son sinn þurfa að vita að hún hafi gert allt sem hún hafi getað gert til að fá réttlæti ef eitthvað hafi farið úrskeiðis sem ekki hafi þurft að verða. „Það kostar mig þrjár til fjórar milljónir í lögfræðikostnað að koma þessu máli áfram. Því miður. En ég veit að ég á aldrei eftir að sjá eftir þessum pening. Ég veit ég fæ hann aldrei bættan. Ég fæ hann aldrei aftur. Peningar munu aldrei bæta hann en þetta er kannski pínulítið bara púslið í hjartað sem vantar til þess að halda áfram. Bæði fyrir mig, hin börnin mín, foreldra mína. Þetta hefur gífurleg áhrif.“ Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Karen ræddi málið við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. Í þættinum lýsir Karen röð atvika þar sem upplýsingar til þeirra hafi verið af skornum skammti og lýsir hún jafnframt fálæti starfsmanna spítalans vegna veikinda sonar hennar. Sonur hennar Friðrik lést tveggja ára gamall eftir langvinna baráttu við GBS tilfelli af streptókokkum. Ekki gefin sýklalyf „Hann fæddist heilbrigður. Ef ég hefði fengið sýklalyfjagjöf við fæðingu og hann hefði svo fengið sýklalyfjagjöf eftir fæðingu þá hefði þetta líklegast ekki farið svona,“ segir Karen meðal annars í Íslandi í dag. Hún lýsir því meðal annars að degi eftir að Friðrik fæðist er þeim tjáð að hann myndi líklegast deyja. Hann væri sýktur af alvarlegu tilfelli af streptókokkum, svokölluðu GBS tilfelli og með heilahimnubólgu og blæðingu í heila. Karen segist ósátt við lítið upplýsingaflæði en fjórum dögum síðar segir hún að læknir hafi spurt hana hvort hún hefði vitað að hún væri GBS beri. Sem hún hafi alls ekki vitað. Við hafi tekið tveggja ára barátta. Lýsir Karen því í Íslandi í dag að svörin frá Barnaspítalanum þegar þangað hafi verið leitað hafi fátt verið um svör, Friðrik ýmist sagður vera með vírus eða eitthvað annað. Hann hafi svo farið í Nissen aðgerð eftir þrýsting foreldranna og hafi strax liðið betur. Stuttu síðar hafi hann þó aftur fengið hita og lagður inn á spítala að kröfu foreldra. „Okkur er í rauninni bara sagt að það eina í stöðunni sé lífslokameðferð. Sem enginn er undirbúinn fyrir. En við hugsuðum að við þyrftum að setja sjálfselskuna okkar til hliðar, af því hann var í rauninni bara orðinn þannig veikur að hann var bara þarna. Við samþykkjum þessa lífslokameðferð, bara köllum okkar nánasta fólk til.“ Vill réttlæti fyrir son sinn Karen lýsir því í Íslandi í dag að fjölskyldan hafi upplifað gríðarlega sorg eftir fráfall Friðriks. Söknuð en líka reiði, reiði út kerfið og þá vondu þjónustu sem sonur hennar fékk að hennar mati og telur Karen alveg ljóst að kerfið verndi sjálft sig. Hún segir það sína sannfæringu og nokkurra sérfræðinga sem hún hefur rætt við að kerfið sé að hylma yfir mistök. „Já, ég get sagt það. Af því að við tilkynnum þarna til Landlæknis að þetta hafi farið svona. Fáum okkur lögfræðing sem bara setur málið af stað. 28. desember 2021 fæ ég símtal frá lögfræðingnum um að Landspítalinn hafi kært mig fyrir skjalafals.“ Hvernig þá? „Ég er búinn að fara tvisvar í skýrslutöku til lögreglu. Þeir segja að ég hafi falsað mæðraskýrslur. Sem ég veit ekki hvernig ég átti að hafa gert.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi spítalinn að misræmi væri í sjúkraskrám sem Karen skilaði inn til Landlæknis vegna málsins og þess sem kemur fram í sjúkraskrám spítalans. Málið er á borði lögreglu. Karen segir í Íslandi í dag að þetta muni fylgja henni alla ævi. Þetta sé sár í hjartanu sem muni aldrei gróa þó hægt sé að lifa með því. Hún segist fyrir son sinn þurfa að vita að hún hafi gert allt sem hún hafi getað gert til að fá réttlæti ef eitthvað hafi farið úrskeiðis sem ekki hafi þurft að verða. „Það kostar mig þrjár til fjórar milljónir í lögfræðikostnað að koma þessu máli áfram. Því miður. En ég veit að ég á aldrei eftir að sjá eftir þessum pening. Ég veit ég fæ hann aldrei bættan. Ég fæ hann aldrei aftur. Peningar munu aldrei bæta hann en þetta er kannski pínulítið bara púslið í hjartað sem vantar til þess að halda áfram. Bæði fyrir mig, hin börnin mín, foreldra mína. Þetta hefur gífurleg áhrif.“
Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira