Gat aldrei verið bæði hommi og fótboltamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 11:00 Leikmenn BeesCats. Mynd/Instagram/beescatsbr Brasilískur knattspyrnumaður var tilneyddur til að setja fótboltaskóna upp á hillu af því að hann vildi fá að vera hann sjálfur og fá að lifa sem samkynhneigður maður. Douglas Braga sagði BBC sögu sína. Nokkur umræða hefur verið um knattspyrnumenn og samkynhneigð að undanförnu en það virðist vera sem knattspyrnumenn eigi mjög erfitt með að koma út úr skápnum. Knattspyrnan er nánast eins og trúarbrögð í Brasilíu og þar dreymir flesta unga menn um að verða Neymar, Ronaldo eða Pele. Einn af þeim var Douglas Braga. Draumur hans um atvinnumennsku í knattspyrnu hófst þegar hann var tólf ára gamall í Rio de Janeiro. Hann fékk tækifæri hjá þriðjudeildarliðinu Madureira og átján ára gamall bauðst honum samningur hjá Botafogo, einu af stærstu félögunum í Ríó. Framtíðin í fótboltanum var björt en á þessum árum breyttist margt og hann uppgötvaði kynhneigð sína. „Ég áttaði mig á því að ég var hrifinn af karlmönnum,“ sagði Douglas Braga við BBC. Nokkur ár liðu hjá Botafogo og Douglas Braga sá liðsfélaga sína fá tækifæri hjá klúbbum í Evrópu. Hann fór líka að átta sig á því að hann gat ekki haldið áfram í fótboltanum ef hann ætlaði að vera fyrir utan skápinn.The Brazilian footballer who never was https://t.co/fSvMqa7vuI — BBC News (World) (@BBCWorld) January 3, 2019„Þetta var bara val, annaðhvort ertu þú sjálfur eða þú ert fótboltamaður. Það var ekki möguleiki að vera bæði,“ sagði Douglas Braga. Hann hætti í fótboltanum aðeins 21 árs gamall. Þetta var erfiðasta ákvörðunin lífsins. „Daginn sem ég ákvað að hætt að spila þá grét ég svo mikið. Ég gekk um grátandi í marga klukkutíma,“ sagði Douglas Braga. Brasilíumenn eru þekktir fyrir litagleði og frjálsræði á kjötkveðjuhátíðum sínum en þegar kemur að fótboltanum þá eru fá frávik liðin. Douglas Braga hefur verið í framlínunni í baráttunni gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum í Brasilíu. Hann spilar nú með áhugamannaliðinu BeesCats sem er félag sem gefur LGBT fótboltamönnum tækifæri til að spila í Ríó. Þeir spila við önnur samskonar lið í LiGay deildinni. Það breytir ekki því að Douglas Braga saknar þess mikið að fá ekki tækifærið til að spila áfram alvöru fótbolta. „Það er sárt að fylgjast með gömlu vinunum spila enn sem atvinnumenn. Það er virkilega sárt,“ sagði Douglas Braga. Það má lesa þessa fróðlegu grein BBC um Douglas Braga, samkynhneigð og fótbolta í Brasilíu með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Brasilískur knattspyrnumaður var tilneyddur til að setja fótboltaskóna upp á hillu af því að hann vildi fá að vera hann sjálfur og fá að lifa sem samkynhneigður maður. Douglas Braga sagði BBC sögu sína. Nokkur umræða hefur verið um knattspyrnumenn og samkynhneigð að undanförnu en það virðist vera sem knattspyrnumenn eigi mjög erfitt með að koma út úr skápnum. Knattspyrnan er nánast eins og trúarbrögð í Brasilíu og þar dreymir flesta unga menn um að verða Neymar, Ronaldo eða Pele. Einn af þeim var Douglas Braga. Draumur hans um atvinnumennsku í knattspyrnu hófst þegar hann var tólf ára gamall í Rio de Janeiro. Hann fékk tækifæri hjá þriðjudeildarliðinu Madureira og átján ára gamall bauðst honum samningur hjá Botafogo, einu af stærstu félögunum í Ríó. Framtíðin í fótboltanum var björt en á þessum árum breyttist margt og hann uppgötvaði kynhneigð sína. „Ég áttaði mig á því að ég var hrifinn af karlmönnum,“ sagði Douglas Braga við BBC. Nokkur ár liðu hjá Botafogo og Douglas Braga sá liðsfélaga sína fá tækifæri hjá klúbbum í Evrópu. Hann fór líka að átta sig á því að hann gat ekki haldið áfram í fótboltanum ef hann ætlaði að vera fyrir utan skápinn.The Brazilian footballer who never was https://t.co/fSvMqa7vuI — BBC News (World) (@BBCWorld) January 3, 2019„Þetta var bara val, annaðhvort ertu þú sjálfur eða þú ert fótboltamaður. Það var ekki möguleiki að vera bæði,“ sagði Douglas Braga. Hann hætti í fótboltanum aðeins 21 árs gamall. Þetta var erfiðasta ákvörðunin lífsins. „Daginn sem ég ákvað að hætt að spila þá grét ég svo mikið. Ég gekk um grátandi í marga klukkutíma,“ sagði Douglas Braga. Brasilíumenn eru þekktir fyrir litagleði og frjálsræði á kjötkveðjuhátíðum sínum en þegar kemur að fótboltanum þá eru fá frávik liðin. Douglas Braga hefur verið í framlínunni í baráttunni gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum í Brasilíu. Hann spilar nú með áhugamannaliðinu BeesCats sem er félag sem gefur LGBT fótboltamönnum tækifæri til að spila í Ríó. Þeir spila við önnur samskonar lið í LiGay deildinni. Það breytir ekki því að Douglas Braga saknar þess mikið að fá ekki tækifærið til að spila áfram alvöru fótbolta. „Það er sárt að fylgjast með gömlu vinunum spila enn sem atvinnumenn. Það er virkilega sárt,“ sagði Douglas Braga. Það má lesa þessa fróðlegu grein BBC um Douglas Braga, samkynhneigð og fótbolta í Brasilíu með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti