„Þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 19:24 Atriðið hefur vakið mikla athygli. Skjáskot/RÚV - Fréttablaðið/Stefán Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð. Enginn á rétt á því að gefa blóð en sá sem þiggur blóð á rétt á því að fá öruggt blóð segir sóttvarnarlæknir. Til skoðunar er að breyta reglunum. Atriði í Áramótaskaupinu þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð hefur vakið mikla athygli. Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Hoft hefur verið á atriðið 44 þúsund sinnum á Facebook-síðu Rúv. „Mér fannst það bæði mjög skemmtilegt og flott atriði. Það var vel gert og spaugilegt en kannski svolítið sorglegt líka, undir niðri,“ sagði Þórólfor Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um atriðið. Hann segir að Blóðbankinn ráði ferðinni þegar kemur að því að ákveða hverjir megi gefa blóð. Ýmsar takmarkanir séu á því.Til skoðunar að breyta reglunum „Tilgangur þess er að reyna að tryggja það að það blóð er gefið sé eins öruggt og mögulegt er. Það er náttúrulega aðalatriði málsins í sjálfu sér. Það er ekki hægt að tala um í sjálfu sér að einhver eigi rétt á því að gefa blóð. Það er alls ekki þannig en þeir sem fá blóð eiga rétt á því að fá öruggt blóð. Það er meginstefið í þessu,“ sagði Þórólfur.Ástæða þess að samkynhneigðum karlmönnum er meinað að gefa blóð hér á landi er að sögn Þórólfs sú að ákveðnir blóðbornir sjúkdómar séu algengari hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.„Núna á seinni árum hefur það komið í ljós, eins og menn vita, að þessi hópur, karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum, er bara mjög misleitur hópur. Það er bara fólk sem þar sem stundar heiðarlegt og ábyrgt kynlíf. Svo eru aðrir sem gera það ekki og það eru aðallega þeir sem eru að fá þessa blóðbornu smitsjúkdóma,“ sagði Þórólfur.Því hafi verið ákveðið í mörgum Evrópulöndum að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð að því gefnu að þeir hafi verið í kynlífsbindindi í ákveðin tíma, mismunandi eftir löndum, til að mynda í fjóra mánuðu í Danmörku.Að sögn Þórólfs er ástæðan sú að það geti tekið allt að tvö til þrjá mánuði frá því að smit á sér stað þar til hægt sé að greina það með prófi.„Við erum eitt fárra landa í Evrópu sem eru með algjört bann,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að ráðgjafaráð Blóðbankans væri nú meðal annars að fjalla um þetta mál. Greint var frá því síðastliðið haust að til skoðunar væri að breyta reglunum banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Í tímaritinu Farsóttafréttum sem kom út í haust kom einnig fram að það væri mat sóttvarnarlæknis að vel kæmi til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi, að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Skilyrði um skírlífi umhugsunarvert Heilbrigðisráðherra segir mögulegt skilyrði um að samkynhneigðir karlmenn þurfi að hafa verið skírlífir í sex mánuði fyrir blóðgjöf vera umhugunarvert og nauðsynlegt að skoða með tilliti til mannréttindasjónarmiða. Breytingar á reglum um blóðgjöf eru í umsagnarferli hjá ráðuneytinu. 6. nóvember 2018 12:30
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Hálfs árs kynlífsbindindi forsenda fyrir blóðgjöf homma á Íslandi Vel kemur til greina að heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð hér á landi að undangengnu kynlífsbindindi til sex mánaða. 4. október 2018 11:35