Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:00 Ein af myndunum sem Friðrik birti á Facebook-síðu sinni en hún er tekin á Geysissvæðinu. friðrik brekkan Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira