Segir íbúa í Eyjafirði vilja taka upplýsta ákvörðun um fiskeldi Sighvatur Jónsson skrifar 19. janúar 2019 11:42 Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Getty Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun. Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að íbúar vilji taka upplýsta ákvörðun um hvort af fiskeldi verði á svæðinu. Fjölmenn ráðstefna um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði stendur nú yfir. Ráðstefnan í Hofi hófst klukkan 11 í morgun. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar vill með ráðstefnunni fræða fólk og auka skilning þess á fiskeldi. Sjö fræðimenn ræða um áhrif fiskeldis í Eyjafirði, meðal annars frá Hafrannsóknarstofnun og Háskólanum á Hólum. Eitt leyfi til fiskeldis í firðinum er til umræðu eftir að Skipulagsstofnun féllst fyrr í vetur á tillögu fyrirtækisins Akvafuture um 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði. Fyrirtækið fyrirhugar framkvæmdir á sex aðskilum eldissvæðum í innanverðum Eyjafirði, frá Hjalteyri að Svalbarðseyri. Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar, segir fiskeldi mikið rætt í samfélaginu. Nú sé til skoðunar svokallað burðarþol, það er hversu mikið fiskeldi Eyjafjörður þolir. Á kynningarfund í Dalvík í nóvember hafi komið fram áhugi fundargesta á frekari upplýsingum um kosti og galla fiskeldis. „Þá tókum við þá ákvörðun, Atvinnuþróunarfélagið greip boltann á lofti og stakk upp á því að við myndum halda kynningu fræðimanna og fagaðila og þeir töluðu út frá gögnum og rannsóknum, og kynntu eldi, galla og kosti, tækifæri og ógnanir. Og það er þessi ráðstefna sem varð til, það er enginn eldismaður, sem slíkur, að tala, heldur enginn veiðimaður heldur eru þetta bara vísindamenn.“ Sigmundur Einar segir að fleiri fyrirtæki en Akvafuture hafi lýst yfir áhuga á því að starfrækja fiskeldi í Eyjafirði. „Ég met það svo að við séum með skynsamt fólk hér sem vill taka upplýsta ákvörðun en ekki hafna einhverju eða leyfi eitthvað án þess að vita hvað getur fylgt og hvaða tækifæri eru möguleg,“ sagði Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafarðar. Hann bjóst við á annað hundrað gestum á ráðstefnunni þegar fréttastofa heyrði í honum í morgun.
Akureyri Dalvíkurbyggð Fiskeldi Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Fundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldi í firðinum er til að upplýsa íbúa um kosti og galla eldisins. Bæjarfulltrúi vill að íbúar séu fylgjandi slíkum hugmyndum áður en lengra verði haldið. 18. janúar 2019 07:15