Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 21:48 Trump er sagður hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd um viðskipti sín í Rússlandi. EPA/ Jim Lo Scalzo / Jason Szenes Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, er sagður hafa skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að ljúga að Bandaríkjaþingi um viðræður um byggingu Trump-turns í Moskvu. Fréttastofa Buzzfeed greinir frá þessu og vitnar til tveggja ónafngreindra lögreglumanna sem vinna að rannsókn málsins. Lögfræðingurinn Michael Cohen var í desember síðastliðnum dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar, meðal annars fyrir það að hafa logið að þingnefnd varðandi fyrirætlanir um byggingu Trump-turns í Moskvu í aðdraganda forsetakosninganna 2016.Cohen fór fyrir viðræðum um bygginguna fyrir hönd Donald Trump sem þá var í miðju forsetaframboði. Á þeim tíma þvertók Trump fyrir það að eiga í viðskiptum á rússneskri grundu. Samkvæmt uppljóstrunum Buzzfeed News greindi Cohen reglulega frá framgangi hans í viðræðunum. Dóttir Bandaríkjaforseta, Ivanka Trump, elsti sonur hans, Donald yngri, og forsetinn sjálfur munu hafa fengið upplýsingarnar frá Cohen. Cohen játaði í nóvember að hafa logið að þingnefndinni um málið en hann tjáði henni að viðræðum í Rússlandi hefði verið hætt í janúar 2016, nokkrum mánuðum áður en viðræðum var í raun slitið. Buzzfeed hefur það eftir nafnlausum heimildum sínum að Cohen hafi uppljóstrað því við saksóknara að Trump hafi skipað honum að ljúga með þessum hætti, til þess að tengsl Trump við Rússa á þeim tíma kæmu ekki í ljós. Nú hafa þingmenn Demókrata ákveðið að hefja rannsókn vegna fréttaflutnings Buzzfeed News.Í frétt CBS um málið kemur fram að einn talsmanna Hvíta Hússins, Hogan Gidley, hafi ekki viljað neita ásökunum á hendur forsetanum með beinum hætti í dag. Gidley sagði það þó furðulegt að taka Buzzfeed trúanlegu og sagði þetta enn eitt dæmið um falsfréttir sem forsetinn þarf að þola. Trump hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en á Twitter síðu hans vildi hann minna fylgjendur sína á óheiðarleika Cohen sem væri að ljúga til þess að minnka refsinguna sem hann þarf að þola.Kevin Corke, @FoxNews “Don’t forget, Michael Cohen has already been convicted of perjury and fraud, and as recently as this week, the Wall Street Journal has suggested that he may have stolen tens of thousands of dollars....” Lying to reduce his jail time! Watch father-in-law! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 18, 2019 Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og núverandi lögmaður Trump, gaf út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði ásakanirnar vera rangar. Einnig sagði hann í viðtali við Washington Post að hann gæti boðið hverjum þeim sem trúir Cohen frábært tilboð til kaupa á Brooklyn-brúnni í New York.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. 19. desember 2018 20:45
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07
Segir Trump víst hafa skipað sér að brjóta lög Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir Trump víst hafa vitað af því að greiðslur til tveggja kvenna í aðdraganda kosninganna 2016 hafi verið ólöglegar. 14. desember 2018 12:45