Hafþór Júlíus fékk staðgengil í nýjustu seríu Game of Thrones Benedikt Bóas skrifar 19. janúar 2019 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson við tökur á Game of Thrones. Trúlega er þetta í fjórðu seríu, í bardaganum við Oberyn Martell þar sem Fjallið hafði betur eftir magnaða bardagasenu. Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira