Vilja margfeldiskosningu í Högum í júní Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. janúar 2019 09:00 Finnur Árnason, forstjóri Haga. 365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
365 hf. og aðrir smærri hluthafar í Högum hyggjast setja fram tillögu fyrir aðalfund félagsins um að kosningar til stjórnar fari fram með margfeldiskosningu ef fleiri eru í framboði en koma til með að skipa stjórnina. Stjórnarkjör fór fram í Högum í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, var meðal frambjóðenda en náði ekki kjöri. Aðalfundur Haga fer fram í júní, og verður þá gengið til stjórnarkjörs á ný. Margfeldiskosning er þegar kosið er beint milli einstaklinga, og er sú aðferð almennt talin minnka bilið milli stórra og smárra hluthafa, þannig að meiri líkur séu á að fulltrúar þeirra sem minna eiga komist að. Komið hefur fram í fjölmiðlum að 365 hafi verið meðal þeirra hluthafa sem kröfðust margfeldiskosningar fyrir stjórnarkjörið í gær. Kröfunni var vísað frá þar sem einungis 9,95% hluthafa hefðu sent inn gilda kröfu, en 10% þarf til að knýja fram slíka kosningu. „Með tilkomu tilnefningarnefnda er alveg ljóst að þeir sem ekki hljóta náð fyrir þeirra augum eiga á brattann að sækja. Stofnanafjárfestar eru gjarnir á að kjósa í samræmi við tillögur nefndanna, og reynslan sýnir að þær byggja mat sitt að stærstu leyti á samráði við allra stærstu hluthafana. Ég tel því algerlega nauðsynlegt að vernda minni hluthafa, og margfeldiskosning er lýðræðislegasta kosningakerfið sem hlutafélagalögin bjóða upp á,“ segir Jón Ásgeir. Aðspurður hvort minni hluthafar í Högum hyggist freista þess að boða til annars hluthafafundar sagði Jón Ásgeir að slíkt sé ekki á dagskrá hjá honum, að minnsta kosti. „Það er stutt í næsta fund í júní. Við bíðum þangað til, enda tel ég farsælast að stjórnendur og stjórn hafi frið þangað til til þess að sinna rekstrinum. Ég óska þeim alls hins besta í sínum störfum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri. 18. janúar 2019 11:38