Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:58 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við fjölmiðla í dag. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á starfsemi Fiskistofu að beiðni Alþingis og skilaði skýrslu um málið í gær. Þar eru gerðar ýmsar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum og löndun afla og tillögur lagðar fram til úrbóta varðandi eftirlit með vigtun afla, samþjöppun aflaheimilda og brottkasti. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill ekki ganga svo langt að segja að í raun sé um sýndareftirlit að ræða. „Það má vera betra. Ég held að flestir séu á því máli. Það er verkefnið að byggja undir þetta þannig að þetta verði betur gert en við erum að gera í dag. Það er alveg óumdeilt,“ segir Kristján Þór. Skoða þurfi hvort stofnunin sé á einhvern hátt vanbúin en einnig þurfi að skoða hvort breyta þurfi lögum til að auðvelda henni hlutverk sitt. „Nú er verkefnið það að hrista þetta aðeins til á grundvelli þessarar ágætu skýrslu Ríkisendurskoðunar og búa regluverkið og starfsemi Fiskistofu þannig úr garði að það verði vel gert. Það er ekki bara einkamál útgerðar eða sjómanna. Það eru miklu fleiri stofnanir og þættir í þjóðfélaginu sem þurfa að koma að því,“ segir sjávarútvegsráðherra. Þótt ferðaþjónustan hafi á undanförnum árum vaxið í að vera stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar skiptir sjávarútvegurinn enn þá gríðarlega miklu máli. Því er mikilvægt að umgangast fiskveiðiauðlindina af virðingu. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir fullyrðingar um að brottkast á fiski sé lítið á Íslandsmiðum. „Það bara háttar þannig til að við að við höfum engar ábyggilegar eða áreiðanlegar upplýsingar um það. Sem sagt raunverulegar mælingar. Það er mjög erfitt að ná því fram.“En er ekki alvarlegt mál hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur og þú ert að orða þetta; að við vitum ekki hvað brottkastið er mikið?„Er það ekki stóralvarlegt mál? Jú það er erfitt. En eðli brottkasts er með þeim hætti að það er gert í laumi. Það er oft erfitt að átta sig á slíkum verkum,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira