Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2019 19:32 Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi. Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar. Undanfarið ár hefur verið unnið að því á vegum forsætisráðuneytisins í samstarfi við um áttatíu aðila að koma gagnagrunninum á legg. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar en sýna þróun raunverulegra ráðstöfunartekna ólíkra hópa, þar sem tekið er tillit til bóta ýmis konar frá ríki og sveitarfélögum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gagnagrunninn betri en nokkra þurra skýrslu um tekjur landsmanna. „Ég held að þetta sé algerlega einstakt verkefni. Ég held að hvergi; mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar hafi áður verið farið jafn djúpt ofan í raungögn yfir svona langt tímabil. Og nákvæmlega skoðað hvernig lífskjaraþróunin hefur verið yfir svona langt tímabil,” segir Bjarni.Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tíma.Vísir/VilhelmNú geta allir farið inn á vefinn tekjusagan.is og borið sjálfan sig saman við þróun tekna ólíkra hópa á undanförnum tuttugu og fimm árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir merkilegt að skoða hvernig fjármálakreppan lék einstaka hópa í samfélaginu. „Það er auðvitað mikilvægt að draga það saman í þessum grunni. En sýna líka hvernig ólíkum hópum hefur gengið að ná sér aftur á strik eftir hrun. Getur þetta hjálpað stjórnvöldum við stefnumótun? Algerlega tvímælalaust. Þetta er eitt af því sem við höfum verið að ræða. Það hefur verið ákveðinn skortur á að raungögn séu aðgengileg með svona tiltölulega einföldum og gagnsæjum hætti,” segir Katrín. Þannig megi greina hópa sem stjórnvöld þurfi að huga betur að, eins og einstæðar mæður og aðra hópa sem vegnað hefur betur. Einnig að fólk færist milli tekjuhópa. Í þessum gögnum sem við birtum getum við í raun og veru séð hvernig fólk færist á milli tekjutíunda í lífshlaupinu. Þau virðast benda til að félagslegur hreyfanleiki á Íslandi sé mjög mikill. Sem er auðvitað mjög jákvætt,” segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnaráðherra telur að grunnurinn muni gagnast stjórnvöldum vel við stefnumótun og við að ákveða hvert þau beina aðstoð sinni. „Þá er þetta tæki fyrir stjórnvöld, að greina þá hópa og beina þar af leiðandi stuðningnum með skynsamlegri hætti til þeirra. Heldur við höfum almennt verið í umræðunni,” segir Sigurður Ingi.
Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Sjá meira