Mourinho: Manchester United ekki tilbúið í nútímafótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 09:00 José Mourinho fylgist með Paul Pogba á æfingu með Manchester United. Getty/John Peters/ José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
José Mourinho skaut föstum skotum á Manchester United í fyrsta viðtali sínu eftir að hann var rekinn frá félaginu. José Mourinho kom úr felum í gær þegar hann mætti sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpsþátt á beIN Sports. Margir biðu spenntir eftir því sem hann myndi segja um United en liðið hefur tekið stakkaskiptum og unnið alla leiki sína eftir að hann fór. Mourinho er enn að tala um að annað sætið með Manchester United í fyrra sé eitt mesta afrek hans á sigursælum ferli. „Fólk segir kannski: Þessi gaur er klikkaður. Hann hefur unnið 25 titla og nú segir hann að annað sætið með United sé eitt hans mesta afrek. Ég held áfram að segja þetta því fólk veit ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin,“ sagði José Mourinho.José Mourinho says Manchester United not ready for modern football https://t.co/ssbh30t0Lv By @paulwilsongnmpic.twitter.com/RGaWuYaQDP — Guardian sport (@guardian_sport) January 17, 2019José Mourinho er á því að hjá Manchester United hafi hann ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti á að halda. Félagið er að hans mati ekki byggt rétt upp að innan og ekki tilbúið fyrir nútíma fótboltaumhverfi. „Við lifum ekki lengur á tíma þar sem þjálfarinn einn getur ráðið við þetta. Þjálfarar í dag þurfa rétta fyrirkomulagið og félag sem er sett upp á ákveðinn hátt,“ sagði Mourinho. „Hvert félag þarf að hafa eiganda eða forseta, framkvæmdastjóra, yfirmann knattspyrnumála og svo knattspyrnustjórann. Þannig uppsetning getur ráðið við öll þau vandamál sem nútíminn býður upp á. Félag verður að vera mjög skipulagt til að ráða við allar þær kringumstæður þegar knattspyrnustjórinn er bara knattspyrnustjóri en ekki maðurinn sem þarf að halda aga eða kenna leikmönnum,“ sagði Mourinho og það er ekki hægt að halda annað en að hann sé þarna að tala um Paul Pogba. Mourinho tókst meira að segja að blanda Sir Alex Ferguson inn í þetta. „Sir Alex Ferguson var vanur að segja bless við leikmanninn þegar hann taldi sig vera orðinn mikilvægari en félagið. Það er ekki þannig lengur hjá United,“ sagði Jose Mourinho. „Knattspyrnustjórinn er þarna til að þjálfa leikmennina en ekki til halda aga með öllum mögulegum aðferðum. Þú þarft uppbyggingu sem passar upp á knattspyrnustjórann og heldur öllu á sínu stað svo að leikmenn mæti ekki haldandi að þeir séu orðnir valdameiri en þeir voru áður. Það þykir ekki frétt lengur þegar allt er í blóma hjá leikmönnunum. Í nútíma fótbolta er það bara frétt þegar það eru vandamál,“ sagði Mourinho. Jose Mourinho lenti hins vegar ekki aðeins í vandræðum með leikmenn sína hjá Manchester United heldur einnig hjá Real Madrid og Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira