Þúsund hjúkrunarfræðingar fögnuðu 100 ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 15:31 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924. Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjórðungur félagsmanna, hátt í þúsund hjúkrunarfræðingur, í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í opnunarhátíð aldarafmælis félagsins á Hilton Nordica í gær. Bæði fjölmenntu hjúkrunarfræðingar, sem eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins með rúmlega 4000 félaga, og fylgst var með í gegnum streymi. Greint er frá í tilkynningu frá félaginu. Formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, flutti ávarp ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Ölmu Möller landlækni. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur tók lagið og nýstofnaður kór hjúkrunarfræðinga flutti nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Ari Bragi Kárason lék á trompet og Ari Eldjárn var með uppistand.Frá Hilton í gær.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands var viðstödd hátíðahöldin en hún er heiðursfélagi í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Móðir hennar, Sigríður Eiríksdóttir, var fyrsti íslenski formaður félagsins en hún tók við því hlutverki 1924 og markaði mikilvæg spor í sögu hjúkrunar á Íslandi á sínum 36 ára ferli sem formaður. Í ávarpi formannsins kom meðal annars fram að hjúkrunarfræðingar hafi barist frá upphafi fyrir því að hjúkrunarmenntun væri í hæsta gæðaflokki hér á landi og benti á að í dag er hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga sem hafa lokið framhaldsmenntun hér á landi. Doktorsmenntaðir hjúkrunarfræðingar eru orðnir rúmlega 40 talsins og nú er boðið upp á doktorsnám við báðar hjúkrunarfræðideildir háskólanna. Þá eru yfir 100 sérfræðingar í hjúkrun á Íslandi.Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, ávarpar samkomuna.„Já, Ísland er því ríkt land að hafa möguleika á svo miklum mannauði við störf í heilbrigðiskerfinu og án efa einhver lönd sem vildu gjarnan vera í okkar sporum,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins. Þá sagði formaðurinn hjúkrunarfræðinga horfa til framtíðar með bjartsýni. „Við stefnum fram á veginn og horfum til nýrrar hjúkrunaraldar með mikilli bjartsýni. Það er ljóst að þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er.“ Aldarafmælinu verður fagnað með fjölbreyttum viðburðum út árið. Hægt er að kynna sér þá heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is
Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira