Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 11:57 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður. Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður.
Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18