Ríkisendurskoðun geri úttekt á Íslandspósti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 08:00 Á Alþingi var rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til að gera úttekt á málum Íslandspósts. Fréttablaðið/Ernir Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að senda beiðni um stjórnsýsluúttekt á málefnum Íslandspósts ohf. (ÍSP) til ríkisendurskoðanda. Þetta staðfestir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, við Fréttablaðið. Úttekt á málum ÍSP hefur verið til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Fyrirtækið hefur þegar fengið 500 milljónir til að mæta bráðasta lausafjárvandanum. Lánveitingarheimild var samþykkt á þingi fyrir jól með ströngum skilyrðum þurfi ÍSP að sækja þann milljarð sem eftir stendur. Í umsögn ríkisendurskoðanda við frumvarp til fjáraukalaga segir að „[almennt sé óheppilegt] að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvernig sé fyrirhugað að taka á rekstrarvanda félagsins“. Þá sé orsök fjárhagsvandans alls ógreind. Ekki liggi fyrir hvort hann stafi af samkeppnisrekstri eða starfsemi innan einkaréttar. Í fyrrgreindum umræðum var meðal annars rætt hvort Ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins því stofnunin sæi um fjárhagsendurskoðun reikninga fyrirtækisins. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir svo ekki vera. „Fjárhagsendurskoðunin felur meðal annars í sér frágang á reikningum til birtingar og skattlagningar ef um þá er að ræða. Slík vinna felur ekki í sér að lagt sé mat á innri verkefni hlutaðeigandi fyrirtækis eða stofnunar og hvort unnið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda,“ segir Skúli Eggert. Í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er kveðið á um tvenns konar endurskoðun, annars vegar fjárhagsendurskoðun og hins vegar stjórnsýsluendurskoðun. Sú síðarnefnda felur meðal annars í sér skoðun á meðferð ríkisfjár og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri. Þessi tvö verkefni eru algerlega aðskilin hjá stofnuninni. „Ég átta mig ekki á því á hvaða lagagrundvelli slíkt vanhæfi ætti að koma til. Það er þá í höndum aðilans sem í hlut á að koma fram með slíka kröfu og þá yrði tekin afstaða til hennar,“ segir Skúli Eggert. „Það eru ánægjulegar fréttir að það eigi að leggjast í slíka úttekt. Sumarið 2016 þótti okkur full ástæða til slíks og sendum við Ríkisendurskoðun erindi þess efnis,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur segir að svar stofnunarinnar hafi verið á þann veg að hún væri að einhverju leyti vanhæf til að fjalla um upplýsingagjöf í ársreikningum og ársskýrslum þar sem hún væri endurskoðandi ÍSP. „Þótt farið sé í þessa vinnu má velta fyrir sér, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umrædda beiðni, hvort ekki sé rétt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til að gera óháða endurskoðun sem snýr að reikningsskilum og upplýsingagjöf fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira