Viðskipti erlent

Bitcoin notuð í Hvíta-Rússlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bitcoin er reyndar ekki til í þessari mynd.
Bitcoin er reyndar ekki til í þessari mynd. Nordicphotos/AFP
Viðskiptafólk og spákaupmenn í Hvíta-Rússlandi geta nú keypt hlutabréf, gull og erlendar myntir með bitcoin og öðrum stórum rafmyntum. Fjárfestingarfyrirtækin VP Capital og Larnabel Ventures tilkynntu þetta í gær.

„Þetta er fyrsti vettvangurinn fyrir rafmyntareigendur til að fjölþætta eignasafn sitt,“ sagði Víktor Prokop­eníja, eigandi VP Capital, við Reuters.

Samkvæmt Prokopeníja bárust 2.000 beiðnir um skráningu á fyrstu tveimur klukkustundunum. Gengið er úr skugga um að umsækjendur stundi ekki peningaþvætti.

Virði bitcoin stóð í 3.637 bandaríkjadölum í gær eða 438.986 krónum. Rafmyntin er þekkt fyrir sitt afar óstöðuga gengi og geta sveiflurnar verið miklar. Bitcoin var verðmætust í desember 2017. Var þá virði um tveggja milljóna króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×